9. útgáfa
Read in English    
18. nóvember 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Það kemur tími í lífi allra leghafa að þau fá boð um að koma í skimun við leghálskrabbameini. Það er stressandi og ekki það skemmtilegasta sem maður upplifir en það er mikilvægt. Þegar þú ert fötluð kona aukast áhyggjur yfir þessari heimsókn. Hvernig er aðgengið? Hvernig fer þetta fram? Margir fatlaðir líkamar eru óhefðbundnir og hafa upplifað mikinn sársauka og fordóma þegar þau sækja sér heilbrigðisþjónustu. Það er því eðlilegt að leghálsskimun sé ógnvænleg tilhugsun. Mín reynsla af krabbameinsleit var í sannleika sagt áfall. Engin hjálpartæki voru í boði til að færa sig yfir á skoðunarbekkinn, aðgengi var lélegt og fékk ég helst á tilfinninguna að þangað hefði kona með mína skerðingu aldrei komið áður. Ég þurfti, eins og svo oft, að leiðbeina, stýra og fræða í aðstæðum þar sem maður vill upplifa sig í öruggum höndum heilbrigðisstarfsmanna. Eftir þessa reynslu varð mér hugsað til annarra fatlaðra kvenna, og sér í lagi þeirra sem eru jaðarsettari en ég. Konur sem eru álitnar minna virði af samfélaginu og hafa ekki stuðning, aðstoð né aðgengilega fræðslu, t.d. konur með þroskahömlun og konur með fjölþætta fötlun. Ég yrði ekki hissa ef fatlaðar konur kæmu síður í krabbameinsleit, en tölfræði um slíkt er ekki til eftir því sem ég best veit.


  Þetta er ekki einsdæmi. Aftur og aftur kemur mér á óvart hversu óaðgengileg og fordómafull heilbrigðisþjónusta er á Íslandi. Mín upplifun af því að hafa verið í hjólastól frá barnæsku, samtöl mín við fatlaða og langveika vini og síðast sögur sem ég heyri í starfi mínu hjá Þroskahjálp, samtökum sem berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fólk með þroskahömlun.

  Sögur af alvarlegum veikindum sem voru greind of seint, sögur af fordómum, áreiti og misnotkun.

  Erlendar rannsóknir sýna að lífslíkur fólks með þroskahömlun eru styttri en lífslíkur ófatlaðs fólks. Það er nöturleg staðreynd. Rannsóknir frá Englandi sýna að fólk með þroskahömlun lifir að meðaltali 16 árum styttra en samlandar þeirra og þrátt fyrir að í einhverjum tilvikum megi leiða líkur að því að fólk með þroskahömlun búi einnig við verri líkamlegri heilsu sé ljóst að hópurinn fær lakari heilbrigðisþjónustu, sem leiðir til ótímabærra dauðsfalla (Pauline Heslop, 2013). Á málþingi Þroskahjálpar um geðheilbrigðis- og fíknivanda fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir á síðasta ári kom fram að heilbrigðisþjónusta á Íslandi við hópinn er langt frá því að vera viðunandi. Í máli Dags Bjarnasonar geðlæknis kom fram að erlendar rannsóknir sýni að dánalíkur vegna brjóstakrabbameins séu tvöfaldar, aukin hætta sé á sykursýki og krabbameini sem og að þunglyndi og kvíði séu ómeðhöndluð. Þá séu vísbendingar um ofmeðhöndlun að öðru leyti, það er að fólki eru gefin geðdeyfandi lyf til að eiga við hegðunaráskoranir.


  Vantraust fatlaðs fólks gagnvart heilbrigðiskerfinu er skiljanlegt. Enn er ríkjandi viðhorf víða í samfélaginu, sem kallað er læknisfræðileg nálgun á hugtakið fötlun. Þar er litið á að fötlun einstaklings sé viðfangsefni sem þurfi að laga, leiðrétta og bæta og af því leiðir sú hugsun að einstaklingurinn sé ófullkominn og gallaður. Barist hefur verið fyrir því undanfarna áratugi að félagsleg nálgun á hugtakinu fötlun festi sig í sessi, þar sem litið er á þær hindranir sem einstaklingurinn mætir vegna fötlunar sinnar sem vandamál samfélagsins. Það sé samfélagið sem þurfi að aðlaga sig að fjölbreyttri flórunni, í stað þess að einstaklingurinn sé þvingaður til að aðlaga sig að eða vera útilokaður frá samfélaginu. Að fötlun sé hluti af dýrmætum margbreytileika samfélagsins. 

  Heilbrigðiskerfið hefur tekið stórt stökk en enn er langt í land.

  Bæta þarf fræðslu fyrir heilbrigðisstarfsfólk um réttindi fatlaðs fólks, bæta þarf aðgengi og hjálpartækjakost svo fatlað fólk geti fengið meðferðir og rannsóknir eins og aðrir, fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta þarf að vera í boði þar sem hægt er að fara í vitjanir til fólks, sama hvort það býr sjálft eða í búsetuþjónustu.

  Fyrir marga er erfitt að panta tíma, bíða á mannmörgum ókunnum biðstofum, fylgja málum eftir og jafnvel að átta sig á því að þeir þurfi heilbrigðisaðstoð. Þá þarf að trúa fötluðu fólki þegar það leitar sé heilbrigðisþjónustu og ekki að skrifa öll þeirra veikindi og sársauka á fyrri greiningar.


  Fatlað fólk á rétt á góðri heilsu og að heilbrigðiskerfið hlúa að því, eins og öðrum borgurum.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Flóra samfélagsins og heilbrigðiskerfið