9. útgáfa
Read in English    
18. nóvember 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Geðheilsa er mikið í umræðunni og á síðustu árum hefur orðið gífurleg vitundarvakning um mikilvægi þess að ræða andlega líðan og leita sér aðstoðar þegar þess þarf. Þá er mikið talað um að hlúa að geðheilsunni og aðferðir til þess. Opin umræða um tilfinningar, vanlíðan og hvers kyns sálræn vandamál er gríðarlega mikilvæg því hún eykur skilning og dregur úr fordómum. Til að umræðan nýtist þarf þó að vera til staðar ákveðinn skilningur á því hvað geðheilsa er. Þegar upplýsingar og ráð um geðheilsuna koma úr mörgum áttum og frá ólíkum einstaklingum geta þau jafnvel orðið ruglandi og yfirþyrmandi.

  Á manni alltaf að líða vel? Þurfa allir að hugleiða, stunda jóga og vera hjá sálfræðingi til að eiga möguleika á góðri geðheilsu? Hvað er geðheilsa?

  Góð leið til að skilja geðheilsu er að setja hana í samhengi við líkamlega heilsu enda er geðheilsa alveg jafn órjúfanlegur hluti af heilsu einstaklings. Á sama hátt og við erum ekki alltaf frísk þá erum við ekki alltaf glöð og áhyggjulaus. Góð geðheilsa snýst um jafnvægi; að geta upplifað bæði góðar og erfiðar tilfinningar. Góð geðheilsa er þegar manni líður að jafnaði vel og getur tekist á við mótlæti og áskoranir daglegs lífs.

  Það gildir um bæði líkamleg og andleg veikindi að sum eru alvarleg en önnur eru væg, stundum þarf aðstoð fagaðila og stundum er hægt að meðhöndla þau án aðstoðar. Þannig má líkja vægum andlegum erfiðleikum við flensur og kvefpestir. Dæmi um þetta er þegar við eigum daga þar sem okkur líður frekar illa eða erum stressaðri en vanalega án þess að það vari lengi, komi ítrekað fyrir eða hafi teljanleg áhrif á líf okkar. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að hlúa að sér og reyna að draga úr einkennum. Flest þekkjum við leiðir til að losna við kvef en það er ekki síður mikilvægt að læra hvað virkar fyrir hvern og einn til að draga úr vanlíðan, stressi og hvers kyns erfiðum tilfinningum sem geta komið upp í daglegu lífi. 


  Stundum eru veikindi alvarlegri en svo að við getum meðhöndlað þau án aðstoðar. Þegar einstaklingur fær lungnabólgu leitar hann til læknis og þegar einstaklingur upplifir alvarlegri sálræn einkenni ætti að leita til fagaðila. Algengt er að fólk telji sinn vanda ekki nógu alvarlegan til að leita aðstoðar og miði við vandamál annarra, bíómyndir, bækur eða álíka. Slíkur samanburður er ekki gagnlegur og ef maður er í vafa ætti að fá mat fagaðila á því hvort aðstoðar sé þörf. Það þarf ekki að vera með fullmótaða geðröskun til að fá aðstoð, mörgum finnst gott að leita til fagaðila þegar þau upplifa erfiðar tilfinningar, eiga í einhverskonar samskiptavanda eða eru að ganga í gegnum persónulega erfiðleika eins og að hætta í sambandi eða missa ástvin. Finni maður fyrir andlegum erfiðleikum en telji þá ekki vera nógu alvarlega til að leita aðstoðar er gott er að hafa í huga að þeir gætu verið byrjunin á alvarlegra vandamáli.


  Það er mikilvægt að þekkja einkenni og vera vakandi fyrir andlegum veikindum og erfiðleikum. Andleg veikindi geta læðst aftan að fólki. Einkenni stigmagnast oft yfir langan tíma og það er auðvelt að verða samdauna þeim, telja að þau séu eðlileg og reyna að harka þau af sér.

  Íslenska mýtan um að það sé merki um dyggð að harka hlutina af sér á eflaust stóran þátt í geðvanda þjóðarinnar.

  Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að geðheilsa kemur öllum við. Það fer enginn í gegnum lífið án þess að kvefast og með sama hætti upplifa allir einhvern tímann andlega erfiðleika. Erfðir og umhverfi ráða því hversu alvarleg sálræn vandamál við munum upplifa, á sama hátt og þessir þættir stjórna því hversu alvarlega við veikjumst eða slösumst líkamlega um ævina.

           Allir þurfa að hlúa að sinni geðheilsu með viðeigandi hætti. Viðeigandi háttur getur verið gífurlega mismunandi eftir fólki og umfangi vandans. Sumir iðka jóga eða stunda hugleiðslu að staðaldri. Fyrir aðra getur verið nóg að grípa til jóga eða hugleiðslu þegar geðheilsunni hrakar og fyrir enn aðra gera slík bjargráð lítið gagn. Fyrir marga er mikilvægt að sofa nóg og hreyfa sig. Það sem virkar fyrir einn virkar ekki endilega fyrir annan. Hvert og eitt okkar þarf að finna sín geðheilsuráð, læra á sína líðan og leita sér aðstoðar þegar henni hrakar of mikið eða of lengi. Oft er sagt að heilsan sé það mikilvægasta sem við eigum og það á líka við um geðheilsu. Það er nauðsynlegt að einstaklingar, samfélagið og stjórnvöld setji geðheilsu í forgang til að stuðla að bættri líðan og auknum lífsgæðum.

  Höfundur er Kristín Hulda Gísladóttir, sálfræðingur.  — — —

  Hægt er að lesa meira um geðheilsu, tilfinningar og geðraskanir á gedfraedsla.is.

  Upplýsingar um úrræði má finna á https://gedfraedsla.is/hvert-get-eg-leitad/.

  Vert er að benda á að ef leitað er til aðila sem ekki hafa starfsleyfi frá Landlæknisembætti eru þeir ekki skuldbundnir til að fylgja reglum um starfshætti eða siðareglum auk þess sem ekki er hægt að tilkynna um misbresti í starfi til Landlæknis. Landlæknisembættið gefur út starfsleyfi fyrir sálfræðinga, lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, áfengis- og vímuefnaráðgjafa og fleiri fagstéttir. Starfsheiti á borð við ráðgjafi, þerapisti, fræðingur, klínískur ráðgjafi, klínískur fagaðili og meðferðaraðili eru ekki lögvernduð starfsheiti og um þau gilda engar reglur.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Hvað er geðheilsa?