9. útgáfa
Read in English    
18. nóvember 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Það er skrítið hvernig manneskjan er. Við göngum í gegnum lífið með stóran bakpoka, lendum í ýmsu og sumt þyngir bakpokann okkar og annað léttir hann. Stundum höfum við gengið  svo lengi með gífurleg þyngsli á bakinu að við erum hætt að taka eftir þeim og erum farin að vinna okkur í kringum þyngslin. Farin að beita okkur á vissan hátt án þess að átta okkur endilega á því. Einn daginn er bakpokinn orðinn svo þungur að við getum varla staðið upp lengur og liggjum bara eða sitjum og skiljum kannski ekki einu sinni almennilega hvað er að gerast, okkur líður bara hræðilega. Þannig var það svolítið hjá mér. Ég var búin að átta mig á að minn bakpoki væri líklega svolítið þungur þar sem ég var í margra ára ofbeldissambandi á þrítugsaldri og á ég mér langa áfallasögu um kynferðisofbeldi síðan ég var unglingur og ung kona. Í ofbeldissambandinu var bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi sem hafði mikil og slæm áhrif á sjálfsmynd mína og andlega líðan. Það var ekki fyrr en ég eignaðist mitt fyrsta barn að ég fann að þyngslin voru virkilega farin að há mér, enda fylgir því mikið álag að eignast barn. Eins og mörg tveggja ára börn tók sonur minn skeið þar sem hann lamdi okkur foreldrana og beið eftir viðbrögðum okkar, nema ég fékk óhugnanlegar endurupplifanir af því heimilisofbeldi sem ég hafði verið beitt í mínu fyrra sambandi. 

  Endurupplifanirnar voru það erfiðar að ég kannski fraus og fékk mjög slæm grátköst og svo skömm yfir því að upplifa þessar tilfinningar þegar það var litla fallega barnið mitt sem stóð fyrir framan mig.  Þá fór eitthvað að segja mér að ég gæti mögulega verið með áfallastreituröskun en ég var alls ekki viss, ég vissi bara að þessi viðbrögð mín væru eitthvað skrítin. Það voru líka önnur einkenni sem ég hafði ekki endilega tengt við áfallastreitu eins og t.d. langvarandi svefnvandi og martraðir.

  Einnig hef ég ósjálfrátt forðast ákveðna tónlist og vissa staði eða athafnir og upplifað aftengingu milli hugar og líkama sem veldur því að ég á það til að vanrækja líkamlegar þarfir og búa mjög mikið í höfðinu á mér.

  Ég á erfitt með öll hvell hljóð og það má ekki bregða mér, þá fer ég í algjöran mínus og það eru ákveðnir hlutir sem eru kveikjur fyrir mig og valda mér mikilli vanlíðan. Í sumum aðstæðum finn ég svo bara fyrir doða. Það var þó ekki fyrr en einu og hálfu ári eftir að ég eignast mitt seinna barn að ég greinist með flókna áfallastreitu. Ég hafði verið í viðtölum hjá Stígamótum vegna þess ofbeldis sem ég hafði orðið fyrir og ráðgjafinn minn þar benti mér á að ég væri með skýr einkenni áfallastreitu og hvatti mig til þess að leita mér aðstoðar hjá sálfræðingi sem væri með sérhæfingu í að vinna með áföll. Það var svo haustið 2019 þegar ég var byrjuð að hitta sálfræðing, á fullu í krefjandi hópastarfi í Stígamótum að ég lyppast niður því þyngslin voru orðin svo mikil. 


  Ég var að vinna sem aðstoðarrannsakandi í Háskóla Íslands að verkefnum sem ég hafði virkilegan áhuga á. Verkefnin kröfðust mikillar einbeitingar og ég vildi vinna þau af miklum metnaði en allt í einu var ég hætt að geta einbeitt mér. Ég var kannski heilan dag að vinna eitthvað sem tók mig vanalega 1-3 klukkutíma. Það tók virkilega á taugarnar og ég reyndi hvað ég gat að halda einbeitingunni án árangurs, ég var komin með miklar sjálfsvígshugsanir og var farin að láta mig dreyma um að fara í bíltúr ein og klessa á vegrið, ekki endilega til að deyja, heldur til þess að fá pásu frá þrúgandi hugsunum og erfiðum tilfinningum og einnig vegna þess að meiri skilningur er á sýnilegum veikindum í samfélaginu heldur en þeim sem við berum ekki utan á okkur. Sem betur fer sagði ég frá þessum hugsunum í tíma hjá Stígamótum, því ég upplifði mikla skömm í kringum þessar hugsanir og þar var ég hvött til þess að sækja mér frekari aðstoð. Á þessum tímapunkti í lífi mínu var nauðsynlegt að fá lyf og þegar ég hugsa tilbaka ár aftur í tímann, hefði ég mögulega þurft meiri hjálp og að leggjast inn á geðdeild en áttaði mig engan veginn á því. 


  Þarna var ég hætt að hvílast eða njóta nokkurs, ég fékk oft grátköst í kvöldmatartímanum og skammaðist mín svo hræðilega fyrir að sýna börnunum mínum þessar tilfinningar en ég réði bara ekki við það.

  Þegar kom að því að viðurkenna vandann fyrir sjálfri mér og öðrum þá skammaðist ég mín líka gífurlega.

  Ég man að ég hágrét alla leiðina til læknis en var á sama tíma alltaf að þerra tárin og reyna að fela það fyrir fólki á förnum vegi að ég væri að gráta. Ég fór á lyf og í veikindaleyfi. Ég upplifði mig sem misheppnaða og að ég væri að skemma fyrir sjálfri mér með að viðurkenna veikindin og fara í leyfi, en hefði t.d. aldrei litið þannig á neina aðra manneskju í kringum mig, niðurbrotið er orðið svo mikið að maður er orðin sinn versti óvinur. Ég hafði mjög fyrirfram mótaðar hugmyndir um það hvað öðru fólki fyndist um veikindi mín og að ég væri heima á daginn ekki að gera neitt sérstakt. Ég skammaðist mín fyrir að kveikja á sjónvarpinu og ímyndaði mér að nágrannar væru kannski hneykslaðir. En raunin er sú að engin veltir þessu fyrir sér því allir eru í raun bara að hugsa um sig og sitt og ekki hvað öðrum finnst um það. Í dag er ég sem betur fer komin á þann stað að mér er slétt sama um hvað öðru fólki finnst. Ég hugsaði líka að það yrði erfitt að fá vinnu aftur, þar sem nú er gat í ferilskránni og hver myndi vilji ráða manneskju sem væri að koma úr löngu veikindaleyfi eftir bæði kulnun og áfallastreitu?

  Í dag hugsa ég að ég myndi líklega ekki vilja vinna fyrir vinnuveitenda sem hefur ekki almennan skilning á andlegum veikindum. Á meðan ég átta mig á því að fordómar gegn geðrænum og andlegum veikindum í samfélaginu eru miklir þá held ég að mínir innri fordómar gagnvart því hvernig annað fólk myndi bregðast við mínum veikindum hafi hamlað mér mest.

  Annað sem mér hefur einnig fundist erfiðast er að reyna að útskýra fyrir fólki að ég get gert sumt en alls ekki annað. Það eru ákveðnir hlutir sem valda mér vanlíðan og eru kveikjur að vanlíðan og doða, t.d. margt sem ég var að gera þegar ég lenti í þessu andlega þroti. Ég hef t.d. ekki enn getað setið í langan tíma á skrifstofunni heima hjá mér og forðast að vera þar, en þar var vinnuaðstaðan mín. Einnig fannst mér gífurlega erfitt að þurfa að útskýra fyrir fólki að ég væri með áfallastreitu vegna sambandsins sem ég var í og lauk fyrir 9 árum. Margir í kringum mig höfðu ekki hugmynd um að þetta hefði verið ofbeldissamband og fólk veit almennt ekki mikið um áföll og hvernig þau hafa áhrif á líkama okkar og sálarlíf. Það er eins og áföll búi í líkamanum okkar og hreiðri um sig þar, svo valda þau ýmis konar usla og eru svolítið eins og tifandi tímasprengja eða allt of þungur bakpoki sem veldur okkur mikilli þjáningu. Ofbeldi í nánum samböndum er líka enn þá svo mikið tabú í okkar samfélagi, sem og kynferðisofbeldi. Því fylgir svo mikil skömm og svo gífurleg vanlíðan og okkur finnst við kannski ekki getað talað við neinn. Það er erfitt að byrja á byrjuninni, erfitt að rifja þetta allt upp og þá er maður kannski líka meðvirkur með gerendanum og vill ekki alltaf opinbera það hvaða mann hann hefur að geyma og þjáist í þögninni í staðinn. Þolendaskömmun er einnig mikið vandamál í samfélaginu, fólki er enn kennt um það að vera í ofbeldissambandi og mögulega talið bera jafn mikla ábyrgð og gerandinn, með því að fara ekki. Það er einmitt í þögninni sem maður byrjar að einangra sig frá öðrum, það læddist einhvern veginn aftan að mér. Smám saman hættir maður að reyna að hafa samband við vini og fjölskyldu og allt í einu áttar maður sig á því að maður hefur ekki heyrt í neinum og þegar maður heyrir frá fólki þá minnist það yfirleitt á það hve langt er síðan það sá mann síðast. Þá upplifir maður líka að maður geti ekki rætt um það hvernig manni líður, því upplifunin á því að maður sé byrði er svo ofboðslega sterk og yfirþyrmandi. Þá er auðveldara að ræða um hversdagslega hluti og setja upp grímuna sem felur algjörlega hvernig manni líður. 


  Ég hef nú verið í veikindaleyfi í tæpt ár og verið hjá Virk í prógrammi síðan í mars og það hefur hjálpað mér mikið en það voru erfið spor að ákveða að fara í endurhæfingu en líklega þau mikilvægustu sem ég hef tekið fyrir mína heilsu. Í kjölfar áfallastreitu var ég einnig greind með kulnun og áfallastreitunni fylgir svo mikill kvíði, streita og þunglyndi. Þetta er þungur farangur fyrir eina manneskju og hefur það verið mitt verkefni síðustu mánuði að létta þennan bakpoka og tileinka mér heilbrigð bjargráð sem hjálpa mér í daglegu lífi. Ég hef verið í EMDR meðferð hjá sálfræðingi sem er mjög öflug leið til að vinna með áföll og hún hefur strax borið örlítinn árangur.

  Hægt og bítandi hefur bakpokinn lést þó nokkuð og lífið er bærilegra. Leiðin að bata er samt hlykkjóttur vegur með þungan bakpoka og þetta er erfitt.

  Að huga að heilsunni getur verið alveg svakalega mikil skítavinna. Stundum finnst manni maður taka tvö skref fram á við en fara strax eitt til þrjú skref aftur til baka en ég hef þó byrjað að tileinka mér þó nokkur bjargráð sem hjálpa mér við daglegt líf ásamt því að vera á lyfjum. Ég finn að skömmin er minni og ég reyni að vera opin með mína líðan og veikindi við fólkið í kringum mig. Eftirsjáin eftir tímanum er líklega eitt það versta, allur þessi tími sem hefur farið í veikindin og að reyna ná bata. Allur tíminn sem fór í það að vera með manni sem reyndi að brjóta mig alveg niður og sú tilfinning að hann hafi tekið eitthvað frá mér sem ég fæ aldrei aftur. Það sem hefur hjálpað mér þar er að ég er líklega í kjölfarið með aðra sýn á lífið en margir og skil fólk sem verður fyrir ofbeldi mjög vel. Það hefur nýst mér, bæði í mannlegum samskiptum og það nýttist mér þegar ég vann að meistararannsókn minni í mannfræði. Afleiðingar ofbeldis eru skelfilegar fyrir fólk og það er mér hjartans mál að vinna gegn ofbeldi og að fólk átti sig á afleiðingunum. Þær eru ansi dýrar og mögulega eitt af stærri heilsufarsvandamálum í heiminum. Við verðum öll að vera meðvitaðri.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Þegar bakpokinn verður of þungur: Að greinast með flókna áfallastreitu