9. útgáfa
Read in English    
18. nóvember 2020
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Ung kona stendur úti á götu með töskuna sína. Hún er nýfarin frá kunningja, sem leyfði henni að gista á sófanum síðustu vikuna. Það gekk ekki lengur að vera þar. Hún er í miklum fráhvörfum, en frá því að hún lenti í alvarlegu bílslysi fyrir þremur árum síðan hefur hún orðið háð sterkum verkjalyfjum, ópíóðum, og neyðist nú til að kaupa þau lyf á ólöglegum markaði. Lyfin eru dýr þar, eitt spjald af lyfinu sem endist henni í nokkra daga kostar stundum hundrað þúsund. Góð ráð eru þá dýr til að fjármagna neysluna. Hún vill ekki brjóta á öðrum, hún hefur búið til kerfi í huga sínum til að réttlæta það sem hún þarf að gera. Í dag stendur hún frammi fyrir því að þurfa að verða sér úti um pening, kaupa lyfið sem hún þarf og koma í veg fyrir fráhvörf, verða sér úti um einhvern mat og svo skjól fyrir nóttina. Það er langur dagur framundan. 

  Ofangreind saga er skálduð en byggð á raunveruleika margra á Íslandi.

  Jaðarsettir hópar standa frammi fyrir allt öðrum raunveruleika en mörg okkar þekkja. Heimilislausum fjölgaði um 95% í Reykjavík á fimm árum, frá 2012 til 2017, og stærsta aukningin var í ungum aldurshópum1.

  Meðferðarstofnanir og aðrar þjónustur hafa áætlað að á hverjum tíma séu rúmlega 700 einstaklingar í virkri vímuefnanotkun um æð, en árið 2019 leituðu 515 einstaklingar til Frú Ragnheiðar og heimsóknarfjöldinn þar hefur fjórfaldast á fjórum árum2. Báðir þessir þættir, að vera heimilislaus og að nota vímuefni um æð, jaðarsetja einstaklinga í okkar samfélagi. 

  Jaðarsetning er ferli þar sem tilteknum hópum samfélagsins er ýtt út á jaðar þess. Ferlið veldur því að þessir hópar hafa ekki jafn greiðan aðgang að upplýsingum, menntun, þjónustu og virðingu í samfélaginu. Rannsóknir á þessum málaflokki hafa ekki verið margar í gegnum tíðina en hafa beint sjónum sínum að hindrunum sem jaðarsettir verða fyrir í kerfinu og ástæðum þess að þau leita sér seint aðstoðar. Hindranir geta verið ósýnilegar, og ekki hindranir fyrir aðra. Heimilislausir einstaklingar standa frammi fyrir flóknum hindrunum á borð við samgöngumáta, opnunartíma, biðtíma og að eiga ekki fyrir þjónustunni. Þau eiga erfitt með að koma sér þar sem þjónustan er,  hefðbundin opnun á dagvinnutíma hentar þeim oft illa því dagurinn fer oft seinna af stað. Ef þau komast á staðinn þar sem þau þurfa heilbrigðisþjónustu getur biðtíminn eftir þjónustunni orðið þeim þungur, þau geta til dæmis farið í fráhvörf. Svo ekki sé nefnt að þau mæta oft fordómum og skilningsleysi, og jafnvel að ekki er hlustað á þau. 

  En það er önnur breyta í jöfnunni sem er einnig mikilvæg fyrir okkur og fagaðila að skilja. Forgangsröðun jaðarsettra einstaklinga er önnur en okkar og það að sækja sér heilbrigðisþjónustu, eða geðheilbrigðisþjónustu, er mjög aftarlega á forgangslistanum. Tökum sem dæmi ungu konuna hér í upphafi. Forgangsröðun hennar er að útvega sér pening, koma í veg fyrir fráhvörf, verða sér úti um fæði og skjól. Hún hefur takmarkaðan tíma eða sveigjanleika til þess að verða sér úti um geðheilbrigðisþjónustu. Til þess að jaðarsettir geti farið að fá viðeigandi stuðning, aðstoð við að vinna úr áföllum sínum og jafnvel einhverskonar meðferðarvinnu, verðum við að byggja upp sterkt net í kringum þau. Heimili og öryggi eru þar lykilatriðið, ásamt viðeigandi læknisþjónustu út frá þeirra þörfum, án þess að þeim sé neituð þjónusta. Þá fyrst, þegar þessi atriði eru tryggð og einstaklingar eru öryggir, hef ég orðið vitni að því sjálf að einstaklingar treysti sér til að stíga það stóra skref að leita sér geðheilbrigðisþjónustu. Á meðan ofangreind atriði eru ekki tryggð, er staðreyndin einfaldlega sú að geðheilbrigðisþjónustan sem er í boði er bráðaþjónusta. Ef þau yfir höfuð fá þjónustuna þegar þau leita eftir henni. 


  Á meðan staðan er þessi, að einstaklingar verða heimilislausir og fá takmarkaðan stuðning og viðhaldsmeðferð frá heilbrigðiskerfinu sem kæmi í veg fyrir að þau þyrftu að útvega sér efnin ólöglega, þá er það hlutverk okkar, í samfélagi sem kennir sig við velferð, að hugsa lausnamiðað. Viðhaldsmeðferð er gagnreynd lyfjameðferð fyrir þau sem eru háð ópíóðum. Viðhaldsmeðferðir fækka dauðsföllum og eru skaðaminnkandi inngrip3. Mikilvægt er að tryggja aðgengileika slíkrar meðferðar og hafa þröskulda lága en eitt helsta markmið skaðaminnkandi úrræða er að halda fólki á lífi. Í dag er hægt að nálgast slíka meðferð á Vogi, einkareknu sjúkrahúsi, og í sumum tilfellum á móttökudeild fíknimeðferðar á Landspítalanum en ljóst er miðað við reynslu undirritaðrar að samhæfa þarf og skýra betur þjónustu í kringum viðhaldsmeðferð.


  Vettvangsþjónusta (e. outreach service) reynir í eðli sínu að brjóta niður hindranir sem mæta jaðarsettum og fara frekar með þjónustuna til þeirra, í þeirra nærumhverfi, og skapa öruggt rými þar.

  Frú Ragnheiður er færanleg nálaskipta- og heilbrigðisþjónusta í formi bíls sem keyrir um höfuðborgarsvæðið á kvöldin. Í bílnum eru sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins sem veita þjónustu sem hefur verið þróuð í samráði við notendur, til að mæta þörfum þeirra á þeim stað sem þau eru, án forræðishyggju og með mannúð að leiðarljósi. Þar leitast notendur eftir hlustun, sálrænum stuðningi og að fá hlýju, öruggt rými, næringu, búnað og heilbrigðisráðgjöf. Þjónustan er þróuð af Rauða krossinum til að koma til móts við að þörfum þeirra er ekki mætt annarsstaðar. Frú Ragnheiður er ekki meðferðaraðili, heldur viðbragðsaðili. Þjónustan hjá Frú Ragnheiði hefur þó borið árangur og nýtur mikils traust hjá hópi, sem treystir annars kerfum illa. Það traust er mikilvægt og því er vert að hafa í huga þegar þjónusta er þróuð fyrir jaðarsettan hóp að notendur komi ávallt að borði. Þörfum þeirra verður ekki mætt nema traustið sé til staðar. Aðilar sem starfa á vettvangi líkt og Frú Ragnheiðar eru svo í kjöraðstöðu til þess að tengja jaðarsetta einstaklinga betur við þá þjónustuaðila sem þörf er á innan opinbers kerfis og annars staðar. 

  Segjum nú, nokkrum árum síðar, að unga konan í upphafi hafi fengið úthlutaðri íbúð, er komin á viðhaldsmeðferð og þarf ekki lengur að útvega sér lyfjum á ólöglegum markaði. Hún er að taka sín fyrstu skref að ná tökum á sínu lífi og verða sjálfstæð. Hún vill leita til fagaðila og vinna úr sínum áföllum. Fá hjálp. 

  Staða hennar þá er enn brothætt. Áralöng saga hennar getur hafa ollið brennimerkingum í þjónustu sem hún þarf á að halda og hún mætt áframhaldandi fordómum.

  Hún er á mikilvægum stað og þarf áframhaldandi öryggi: öruggt rými og áfallamiðaða nálgun. Í þeim málum eru aðrir fagaðilar sem hafa betri þekkingu en ég þar sem undirrituð starfar með hópnum þegar hann er á götunni, en ég má til að benda á starfsemi Rótarinnar. Félagið var stofnað 2013 og vinnur eftir áfallamiðaðri nálgun. En það er efni í aðra grein eftir annan höfund. 
  — — —

  Höfundur er Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra og hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu.   — — —

  Heimildir

  1 Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík. 2017. https://reykjavik.is / sites / default / files / svid_skjol / VEL / fjoldi_utangardsfolks_2017.pdf

  2 Ársskýrsla Rauða krossins í Reykjavík. 2019. https://www.raudikrossinn.is / media / reykjavikurdeild / Arsskyrsla_2019_RK_opnur2.pdf

  3 SÁÁ, sótt af: https://saa.is / medferd / vidhaldsmedferd/


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.
  ** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
  Úrræði jaðarsettra, aðgengi og hindranir