styrkja auglýsingar bókaklúbbur bókaútgáfa vertu með! um okkur
leita
leita
útgáfur
flæði hlaðvarp Uppskera
flæði hlaðvarp uppskera
b
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir • 19. greinar málin  14. maí 2021

  Höfundur:
  Lenya Rún Taha Karim
  @lenyarun
  @lenyarun


  Eins og mörg vita af, þá fór fram sakfelling í máli í síðustu viku. Var það fjórða sakfellingin í röð mála sem kölluð hafa verið 19. greinar málin . Í heild sinni eru 19. gr. málin mál sjö einstaklinga sem öll eiga það sameiginlegt að hafa verið handtekin á mótmælum til stuðnings fólki á flótta fyrir meint brot á lögreglulögum, þ.e.a.s. fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að mótmæla ekki á tveimur mismunandi almenningsstöðum, annars vegar fyrir framan Alþingi og hinsvegar í anddyri dómsmálaráðuneytisins.

  Fyrir mér snýst þetta þó um réttinn til að mótmæla ómannúðlegri meðferð á flóttafólki, sem er vissulega stjórnarskrárvarinn réttur. 

  Ég var ekki á staðnum þegar þessi mótmæli áttu sér stað en eins og flest allir aðrir heyrði ég af þessu og fylgist með í gegnum samfélagsmiðla og fréttirnar. Af atvikalýsingunni að dæma og lesa er eina sönnunarbyrðin í öllum málunum sem snúa að aðgerðarsinnunum sjö vitnisburður lögreglu, sem virðist vera tekinn fyrir sönnunargagn í málunum frekar en vitnisburður þar sem að hann virðist alfarið nægja til að sakfella öll þau sem nú hafa farið fyrir dóm; Hjálmar, Borys, Kára og Elínborgu.

  Nú spyr lesandi sig mögulega hvað þessi 19. gr. lögreglulaga er og afhverju er verið að gera svona mikið mál úr þessu? Umrædda lagaákvæðið hljóðar svo: „Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.“, þetta meikar sens, ekki satt? Væntanlega er almenningi skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, en í lagalegu samhengi og miðað við ofnotkun réttarkerfisins á þessu lagaákvæði eru nokkrir kvillar sem koma upp í huga við beitingu lagaákvæðisins á eins íþyngjandi hátt og hefur verið gert í máli sjömenninganna.

  Frá mínu sjónarhorni er vandinn með þetta lagaákvæði einfaldlega sá að það er of mikið svigrúm til túlkunar á því hvað telst að „halda uppi lögum og reglum“, ég spyr mig hvar mörkin liggja og hvað telst til þess að halda uppi lögum og reglum?

  Hér þurfa fyrirmæli lögreglu að vera réttmæt og lögmæt til þess að geta beitt þessu lagaákvæði en hver dæmir hvaða fyrirmæli eru réttmæt og lögmæt? Er þetta matsbundið lagaákvæði? Spurningarnar eru margar og hafa verið fordæmi fyrir því að einstaklingar hafi verið sakfelldir oftar en einu sinni á grundvelli brots á 19. gr. lögreglulaga, sem er einfaldlega alltof víðtæk sbr. Gálgahraunsdóminn fræga. 

  19.greinar málin eftir Lenyu Rún

  Til að víkja að málinu í stærra samhengi þá reynir einnig á réttinn til að mótmæla sem er orðað svo í 3. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar: „rétt eiga menn á að safnast saman vopnalausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannafundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.“ án þess að fara of lagalega út í þetta, velti ég fyrir mér hvernig skilgreiningin á ,,óspektir” er í þessu samhengi. Í umtöluðu mótmælum voru allir vopnalausir þrátt fyrir grunsemdir lögreglu í eitt skipti um að mótmælendur ætlaði að vera með einhverskonar bálköst. Samt sem áður eru mótmæli stjórnarskrárvarinn réttur einstaklings í því réttarríki sem við búum í og það gengur einfaldlega ekki að beita 19. gr. lögreglulaga fyrir sig í hvert skipti sem lögreglan vill stoppa mótmæli sökum þess að það er eina lagaákvæðið nógu víðtækt til að ná utan um valdbeitinguna þeirra.

  Að handtaka manneskju og flytja upp á lögreglustöð er alvarlegt inngrip inn í líf einstaklings og það þarf að vera skýr lagaleg heimild fyrir því. 

  Mér var bent á að af fyrri dómaframkvæmd að ráða virðast mörkin hjá samspili 3. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 19. gr. lögreglulaga liggja í að það megi mótmæla en það má ekki koma í veg fyrir að einhver sinni skyldu, þannig að t.d. máttu mótmæla brottvísun en þú mátt ekki koma í veg fyrir að einhverjum verði brottvísað. Var samt verið að koma í veg fyrir að einhver sinni skyldu sinni í þessum mótmælum? Maður spyr sig.

  Þessar handtökur sem hafa farið fram vegna mótmæla fyrir utan dómsmálaráðuneytið eða Alþingishúsið eru skýr dæmi um að réttindi flóttafólks og hælisleitenda eru neðarlega í forgangi hjá stjórnvöldum. Mótmælin 11. mars þar sem Elínborg fékk alvarlegustu kæruna á sig var hluti af 8 mánaða herferð fyrir bættum réttindum flóttafólks og var helsta markmiðið að koma á fundi með yfirvöldum til að ræða kröfur sem flóttafólkið sjálft hafði sett fram til að bæta hag flóttafólks hérlendis.

  Sannleikurinn er einfaldlega sá að flóttafólk og fólk tengt No Borders hreyfingunni á Íslandi hefur tekið ótal slagi sem fáir Íslendingar hafa tekið eða þora að taka.

  Meðferðin á flóttafólki á Íslandi er til skammar og við getum að sjálfsögðu gert betur, en gerum það þó ekki.

  No Borders hefur ítrekað bent á það og verið í framlínunni í baráttu um réttlátari og mannúðlegri meðferð á hælisleitendum og flóttafólki og það er ekki annað hægt að gera en að bera virðingu fyrir þeim baráttuhug og drifkrafti sem þar er að finna. Ótalmörg mótmæli hafa átt sér stað á síðustu árum og hafa nokkur þeirra endað með afskiptum lögreglu og handtökum. Hér sýnir það okkur að þessir einstaklingar sem voru handteknir og sakfelldir vegna brots á 19. gr. lögreglulaga máttu vita afleiðingarnar, en héldu þó áfram. Ef að baráttugjarnir einstaklingar, eins og fólkið sem var handtekið í þessum mótmælum, efla ekki rödd flóttafólks og hælisleitenda á Íslandi, mun einhver annar gera það?


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.

  eldri grein í flæði:
  Um samskipti við geimverur

  Mest lesin í flæði:
  Karlinn sem fyllti ofbeldis-mælinn

  Mælum með:
  BROTNAR GREINAR