flóra útgáfa
Loka

1. útgáfa
2. útgáfa – Hömlur
3. útgáfa – Virðing
flæði
TitillAð muna

Ég missti ekki vitið

Ég lærði eitthvað

Leysti einhverja gátu

Ég veit ekki hver spurningin var

Ég brýt þessa minningu fallega saman

hún fer í silkipappír

Ég legg hana varlega í skúffuna með hinum tveimur

Ég loka, geng burt frá kommóðunni

sný mér við og sendi minningunum fingrakoss.