styrkja auglýsingar bókaklúbbur bókaútgáfa vertu með! um okkur
leita
leita
útgáfur
flæði hlaðvarp Uppskera
flæði hlaðvarp uppskera
b
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir • BROTNAR GREINAR  12.júní 2020

  Höfundur:
  Sara Mansour
  @saramasnour
  Höfundur:
  Sara Mansour


  Myndahöfundur:
  Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
  @alexsteinthorsdottir
  www.alexsteinthorsdottir.com


  Ég vildi óska að ég gæti hafið þessa grein með þeim orðum að yfirvofandi breyting á útlendingalögum hafi eflaust ekki farið fram hjá neinum. En sannleikurinn er sá að lagabreytingin hefur farið fram hjá mörgu okkar Íslendinga. Hún hefur fallið í skugga meira aðkallandi málefna á borð við smithættu, atvinnuleysi, forsetakosningar og lögregluofbeldi. Hún er margþætt, og misskiljanleg, en mig langar að segja lesendum frá breytingu sem lítið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum og varðar fjölskyldusameiningu flóttafólks. 

  Fjölskyldan er alþjóðlega viðurkennd frumeining þjóðfélagsins, sem ber að virða og vernda. Eining fjölskyldunnar (e. family unity) er ekki berum orðum nefnd í Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en telst hreinlega vera grundvallarréttur sem aðrar reglur, t.d. um fjölskyldusameiningu, leiða af. Fjölskyldusameining (e. family reunification) felur í sér tvíþætt mannréttindi. Annars vegar girðir hún fyrir brottvísun einstaklinga sem eiga fjölskyldu í umræddu landi. Hins vegar veitir hann einstaklingum kröfu á að sameinast fjölskyldu sem þeir hafa skilist frá, annað hvort að yfirlögðu ráði eða gegn eigin vilja. 

  Hugtakið má skoða frá ýmsum sjónarhornum, en fræðimenn hafa almennt lagt áherslu á andlega velferð flóttafólks annars vegar (innri áhrif) og fjárhagslegan létti (e. economical relief) ríkisvalds hins vegar (ytri áhrif). Með innri áhrifum er átt við að fjölskyldusameining myndar sálræna umgjörð sem tryggir flóttamanni eðlilegt líf, a.m.k. að því marki sem slíkt er mögulegt miðað við aðstæður. Er þá bæði átt við að fjölskyldan veitir öryggi, sem flóttafólk var svipt í upprunaríkjum sínum, og að flóttafólk fær tækifæri til að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart öðrum fjölskyldumeðlimum. Af framandgreindum ástæðum er fjölskyldusameining séð sem nauðsynlegt skref í árangursríkri aðlögun flóttafólks. Með ytri áhrifum er átt við að fjölskyldan léttir undir með einstaklingnum og minnkar þannig álag á þær stofnanir ríkisvaldsins sem ellegar yrðu að útvega flóttafólki fjárhagslegan og félagslegan stuðning.

  Fjölskyldusameining er nátengd öðrum mannréttindum, einkum rétti barna til að þekkja og umgangast báða foreldra sína samkvæmt Barnasamningi Sameinuðu þjóðanna, og hliðstæðum skyldum foreldra til að bera jafna ábyrgð á uppeldi og þroska barna sinna. Í tilfelli einstaklinga undir lögaldri má því almennt gera ráð fyrir að þeim verði ekki stíað frá foreldrum sínum með ákvörðun stjórnvalda, nema það sé barninu fyrir bestu.

  Hér á landi tekur fjölskyldusameining til „nánustu aðstandenda“. Með því er í núgildandi útlendingalögum átt við maka eða sambúðarmaka, foreldra eldri en 67 ára og börn yngri en 18 ára sem eru „í forsjá og á framfæri“ viðkomandi. Með lagabreytingunni tæki reglan einnig til stjúpbarna í fylgd maka eða sambúðarmaka, sem verður að teljast jákvæð viðbót í ljósi fjölskyldusamsetningar sem orðið hefur algengari vegna hárrar dánartíðni flóttafólks. Á hinn bóginn takmarkar lagabreytingin regluna þannig að hún nær ekki til barna í hjónabandi eða sambúð. Er hér um afar hættulega breytingu að ræða, bæði út frá sjónarhorni kven- og barnaréttar, enda gerðu bæði UN Women og UNICEF á Íslandi athugasemdir í umsögnum sínum um frumvarpið. Þótt að börn, einkum ungar stúlkur, séu gefnar í hjónaband eða gert að búa með oft sér eldri mönnum, hvaða ástæður sem kunna að liggja að baki slíkri tilhögun, hætta þær ekki að vera börn, sem eiga rétt á umönnun og samvist við foreldra sína. Er þvert á móti um að ræða einkar viðkvæman hóp, m.a. vegna tíðni heimilisofbeldis í barnahjónaböndum.

  Aðalbreytingin á reglum um fjölskyldusameiningu er þó mun alvarlegri. Hingað til hefur svokallað kvótaflóttafólk (fólk sem hér fær vernd í boði íslenskra stjórnvalda) getað sameinast nánustu aðstandendum sínum, sem aftur geta sameinast nánustu aðstandendum sínum, innan þeirra marka sem leiða af skilgreiningu hugtaksins. Verði frumvarpið að lögum munu þeir sem hingað koma á grundvelli fjölskyldusameiningar ekki geta gert kröfu um sömu mannréttindi. Er um afar torskiljanlega breytingu að ræða og vil ég því segja sögu, út frá dæmi úr umsögn Rauða kross Íslands. 

  Kona er gift manni og elur upp tvö börn hans úr fyrra hjónabandi. Eftir að hafa verið gift í 10 ár neyðast þau til að flýja heimili sitt frá öfgahópi sem ætlar sér að taka yngra barnið, son, í hermennsku, með leyfi föðurins eða drepa að öðrum kosti alla fjölskylduna. Konan og sonurinn ná í flóttamannabúðir, en maðurinn og dóttir hans týnast á leiðinni og mæðginin telja þau af. Nokkrum árum síðar fær konan, ásamt öðrum einstæðum mæðrum, boð um að flytjast til lítils lands nyrst á hnettinum. Eftir dálitla dvöl á Íslandi kemst konan að því að eiginmaður hennar er á lífi, og hefur sloppið úr haldi hermanna. Á grundvelli fjölskyldusameiningar fær maðurinn að koma til Íslands og búa með konu sinni og syni. En þau sakna dóttur sinnar. Síðar kemur í ljós að stúlkan er lífs og hefst við í flóttamannabúðum í Eþíópíu. Verði frumvarpið að lögum gæti stúlkan ekki sameinast fjölskyldu sinni, einfaldlega vegna þess að faðir hennar var ekki sjálfur kvótaflóttamaður, og hún ekki „í fylgd“ með honum sem stjúpdóttir eiginkonu hans.

  Dæmið er auðvitað tilbúið, en lagabreytingin mun hafa sambærilega skelfileg áhrif fyrir fjölda fólks. Því verður neitað um réttinn til að vera raunverulegur hluti af fjölskyldu sinni.

  Allt frá því að mannréttindi fólks voru endurskilgreind af alþjóðastofnunum í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar, hefur flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd verið einn viðkvæmasti hópur samfélagsins, vegna þess að hann hefur ekki sama tilkall til umræddra mannréttinda og ríkisborgarar. Með auknu flæði flóttamanna inn í Evrópu hafa viðtökuríkin af örvæntingu reynt að minnka, eða í tilfelli Íslendinga, stöðva, strauminn með aðferðum sem virðast einkennast af síaukinni grimmd. Í stað þess að ráðast að rót vandans með alþjóðlegu friðarstarfi, eða bjóða fólk velkomið í óþökk ógnara þeirra, ganga lög og reglugerðir Evrópuríkja sífallt lengra í réttindaskerðingu. 

  Nú nálgumst við hratt þann áfanga þegar við þurfum að spyrja okkur hvað telst til grundvallarmannréttinda, sem allir njóta óháð því hvort eða hvar þeir eiga ríkisfang, og hvort við ætlum að skapa hóp fólks sem hreinlega nýtur þeirra ekki. Hóp fólks sem verður sviptur frelsi, reisn og lífi. Hóp fólks sem getur ekki gert kröfu um skjól, vernd og réttláta málsmeðferð. Hóp fólks sem má ekki vinna, vera eða mótmæla. Hóp fólks sem fær ekki einu sinni að eiga fjölskyldu.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.

  eldri grein í flæði:
  Lygin um land hinna frjálsu

  Mest lesin í flæði:
  Karlinn sem fyllti ofbeldis-mælinn

  Mælum með:
  Veggir Valds