Það eru þrjúhundruð skref út í bakaríið
ég kaupi alltaf það sama
karamellusnúð og kókómjólk
lykt af hestaskít leggur yfir götuna
þegar ég beygi fyrir hornið
hellist myrkrið yfir
svartur bíll keyrir framhjá
með lík af skáldi
innanborðs
Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.