styrkja auglýsingar bókaklúbbur bókaútgáfa vertu með! um okkur
leita
leita
útgáfur
flæði hlaðvarp Uppskera
flæði hlaðvarp uppskera
b
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir • Femínísk fjármál: Fólk er innviðir  3. mars 2021

  Höfundur:
  Steinunn Rögnvaldsdóttir og Sigríður Finnbogadóttir  Samtökin Femínísk fjármál skrifa:

  Í kjölfar COVID-19 faraldursins hafa rannsóknir bent til að umönnunar- og heimilisábyrgð kvenna hafi aukist. Í samanburði við önnur Evrópulönd er Ísland með hæst hlutfall fólks sem veitir veikum, fötluðum eða öldruðum skyldmennum reglulega umönnun. Aukið álag vegna ólaunaðrar vinnu innan fjölskyldna og heimila í COVID-19 faraldrinum hefur ekki hvað síst verið tengt skertu skólahaldi, frístundastarfi og þjónustu við fötluð börn og ungmenni. 

  Konur eru líklegri til að axla þessar byrðar í venjulegu árferði, og ástæða til að ætla að þær byrðar þyngist í faraldrinum. Það getur haft áhrif á atvinnuþátttöku, fjárhagslegt öryggi kvenna og andlega líðan. Á COVID-tímum er ástæða til að gæta sérstaklega að því að hið samfélagslega ójafnvægi í verkaskiptingu kynjanna ýkist ekki og hafi ekki alvarleg neikvæð áhrif. 

  Því ætti að vera algjörum forgangi að halda skólum og velferðar-stofnunum opnum og að nauðsynlegir fjármunir séu settir í að styðja og vernda það framlínustarfsfólk sem þar starfar, sem eru að meirihluta til konur. Það er jákvætt að það hefur verið lagt kapp á að halda skólum opnum, en reynsla annarra landa sýnir að það er ekki sjálfsagt. Þó er ástæða til að huga sérstaklega að vinnuumhverfi starfsfólks í umönnun og kennslu og meta störf kvenna að verðleikum. 

  Teikn eru á lofti um niðurskurð á næstu árum og aðhaldskrafa hefur verið sett á mörg svið opinberrar þjónustu, þar sem konur starfa í meirihluta. Á þessum sömu sviðum opinberrar þjónustu hefur álag aukist gífurlega, m.a. vegna Covid-19, og þörf eftir þjónustunni ekki minnkað. Niðurskurður gæti leitt til undirmönnunar og erfiðra vinnuaðstæðna starfsfólks, sem hefur bein áhrif á þjónustuna. Stjórnvöld hafa talað fyrir því að hlífa innviðunum, en mikilvægt er að gera meir og styrkja innviðina. Innviðirnir eru ekki hvað síst fólkið sem heldur uppi velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfinu, og samhliða því að það þarf að búa þeim góðar vinnuaðstæður, þarf líka að grípa fólkið sem á seinni vaktina svokölluðu, inni á heimilunum og við umönnun aðstandenda. 

  Vegna þjónustufalls hins opinbera við fötluð og langveik börn og ungmenni í kjölfar sóttvarnaraðgerða má ætla að foreldrar þeirra barna verði fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum þegar þau verða að vera heima hjá börnum sínum sem eiga ekki kost á annarri umönnun. Laun í sóttkví ná ekki til þess hóps, né heldur til þeirra foreldra sem þurfa að halda börnum sínum heima vegna lokana í skólastofnunum eða frístundastarfi. Það veltur á eðli starfa þeirra og velvilja vinnuveitanda hvort þau geti unnið heima eða fengið greidd laun í sóttkví. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar tryggja þeim einungis eingreiðslu sem er 25% hlutfall af umönnunarbótum eins mánaðar, ef þau (eða þær, en flestir viðtakendur umönnunarbóta eru mæður) hafa verið heima með fatlað eða langveikt barn í a.m.k. 15 virka daga. 25% af hæstu mánaðarlegu umönnunarbótum nema 48 þúsund krónum. 

  Laun í sóttkví hefðu átt að ná til foreldra barna sem gátu ekki verið að heiman af þessum sökum, til að tryggja fjárhagslegt öryggi þessara fjölskyldna. Til að tryggja að úrræðið stuðli að jafnrétti þyrfti útvíkkuð útgáfa af úrræðinu fyrir foreldra í þessari stöðu að vera einstaklingsbundið og óframseljanlegt. 

  Komumst við öll í gegnum þetta saman?

  Við þurfum að spyrja okkur hvort við séum í stakk búin fyrir eftirleikinn af þessum faraldri. Þörf fyrir sálrænan stuðning mun vafalaust aukast, en nú þegar eru biðlistar eftir ákveðinni sálfræðiþjónustu, sjúkraþjálfun og þjónustu í geðheilbrigðiskerfinu. Þá hefur fjármögnun greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna sálfræðiþjónustu ekki verið tryggð. Það vantar áætlun um hvernig á að taka á biðlistum og fyrirbyggja aukið brottfall af vinnumarkaði og úr skólum. Síðasta ár hefur verið mörgum erfitt og eitt af stóru verkefnunum í kjölfar COVID verður að koma í veg fyrir vanlíðan í samfélaginu okkar. Stjórnvöld þurfa að setja það á dagskrá.

  — — —

  Höfundar:

  Steinunn Rögnvaldsdóttir
  Sigríður Finnbogadóttir

  Höfundar sitja í stjórn Femínískra fjármála, félagi áhugafólks og sérfræðinga um kynjuð fjármál
  feminiskfjarmal.is

  Grafík:

  Baddydesign

  — — —


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.

  eldri grein í flæði:
  Úr heimi móður: Minna af flestu nema sjálfsrækt

  Mest lesin í flæði:
  Karlinn sem fyllti ofbeldis-mælinn

  Mælum með:
  COVID-19 í femínísku ljósi