styrkja flóru um okkur
leita
leita
útgáfur
flæði hlaðvarp
vefverslun
flæði hlaðvarp
b
Flokkar


Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Eva Sigurðardóttir
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Ísold Halldórudóttir
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Mars / Margrét Andrésdóttir
 • Nadine Gaurino
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Mansour
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Sunna Ben
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Kynjamisrétti er rótgróið fyrirbæri. Það liggur ekki aðeins uppi á yfirborðinu þar sem allir sjá það, heldur einnig í allskyns ómeðvitaðri hegðun okkar allra. Þar á meðal er kynjuð orðræða.

  Hefur þú einhverntíma velt fyrir þér hvert karlkynsorðið er fyrir; tík, tussa, mella, hóra, tepra, pempía, drós, gála eða glyðra? Ég held nefnilega að þau séu ekki til. En það er ekki nóg með að sum orð virðist bara vera til fyrir eitt kyn, heldur notum við líka orðin okkar mismunandi eftir því hverjum við erum að lýsa.

  Rannsóknir hafa sýnt að í atvinnulífinu eru konur gjarnan gagnrýndar fyrir sömu eiginleika og körlum er hrósað fyrir. Þó frammistaða karla og kvenna sé sambærileg þá notum við ólíkan orðaforða eftir kyni þeirra sem um er rætt. Fleiri neikvæð orð eru notuð til að lýsa konum og fleiri jákvæð orð eru notuð til að lýsa körlum. Kona sem stendur fast á sínu, lætur ekki vaða yfir sig og segir sína skoðun er frekja. Karl með sömu eiginleika er ákveðinn. Kona sem tekur frumkvæði, segir fólki hvað það á að gera og fylgir hlutunum eftir er stjórnsöm. Karl með sömu eiginleika er stjórnandi. Kona sem brennur fyrir því sem hún gerir, vinnur verkin af innlifun og tekur fjölbreytta þætti inn í reikninginn við ákvarðanatöku er óskynsöm og tilfinningarík. Karl með sömu eiginleika er ástríðufullur.

  Því er reglulega kastað fram að til þess að yfirbuga kynjamisrétti þurfi konur bara hreinlega að hafa meiri trú á sjálfri sér. En ég sé ekki hvernig það á nokkurn tímann að gerast á meðan við kerfisbundið rífum þær niður í leik og starfi. Kynjuð orðræða fyrirfinnst nefnilega ekki bara í atvinnulífinu, heldur allt í kringum okkur. Í skólabókum barnanna okkar, heilbrigðiskerfinu, hrósunum sem við gefum hvoru öðru og í daglegu tali.

  Hvernig eiga konur að öðlast meira sjálfstraust, ef þær eru sífellt gagnrýndar og rifnar niður? Hvernig eiga konur að vera ákveðnari, ef þeim er sagt að þær séu frekar og yfirþyrmandi þegar þær sýna ákveðni í verki? Hvernig eiga konur að hafa trú á eigin hæfni og getu þegar það er kerfisbundið gert lítið úr þeim?

  Svarið er einfalt, þær geta það ekki og þær eiga heldur ekki að þurfa þess. Því konur eru ekki vandamálið og þær hafa aldrei verið það. Vandamálið er að við sem samfélag komum öðruvísi fram við konur en karla. Við höfum öðruvísi væntingar til þeirra og tökum öll þátt í kynjakerfinu með hegðunarmynstri sem viðheldur misrétti. Rót vandans liggur í hegðun okkar og það er okkar ábyrgð að uppræta hana. Við þurfum öll að líta í spegilinn og velta fyrir okkur hvað við getum sjálf gert betur.

  Ég legg til að við byrjum á því að brjóta upp okkar eigin kynjuðu orðræðu.

  Mig langar því að skora á þig að hugsa út í orðin sem þú velur að nota. Stuðla þau að því að byggja fólk upp, eða rífa það niður? Notar þú sömu orð til þess að lýsa sömu hegðun hjá ólíkum kynjum? Metur þú sömu eiginleika jöfnum verðleikum í fari kvenna og karla? Eru hrósin sem þú velur kynjahlutlaus? Segir þú börnunum þínum jafnt að þau séu; falleg, sterk, hugrökk og dugleg, burtséð frá kyni þeirra?

  Verum meðvituð um eigin hlutdrægni og pössum upp á okkar eigin hegðun. Það er eina leiðin til að höggva á rætur kynjabundins misréttis.

  Munum að orðin okkar skipta máli.


  Myndskreytingar: Stefanía Emilsdóttir
  @stefaniaemils
  Vefsíða


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.

  eldri grein í flæði:
  BROTNAR GREINAR

  Mest lesin í flæði:
  Sjáumst

  Flæði:

             nýrri grein í flæði:
  Konur þurfa bara að vera duglegri að vera karlar