styrkja auglýsingar bókaklúbbur bókaútgáfa vertu með! um okkur
leita
leita
útgáfur
flæði hlaðvarp Uppskera
flæði hlaðvarp uppskera
b
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir • Hundrað bækur árið 2020  29.september 2020

  Höfundur:
  Mars Proppé


  Ég setti mér það markmið að lesa hundrað bækur 2020, sem ég hef og gert. Hér eru þær 10 bestu.


  1. It‘s Not Okay to Feel Blue and Other Lies

  Ég las þessa bók þegar mér leið ekki vel (sjá 5. útgáfu Flóru) og hún hjálpaði mér mikið. Hún hjálpaði mér að sjá hlutina skýrar. Að vera með eðlileg viðmið fyrir tilfiningarnar mínar og væntingar. Að sjá að ég væri ekki eitt í erfiðleikunum mínum heldur væru erfiðleikarnir eitthvað sem einfaldlega kæmi fyrir fólk, allskonar fólk, á öllum aldri og út um allt.

  Form frásagnanna er afar fjölbreytt, allt frá ljóðum yfir í smásögur og bréf til fráfallinna ættingja. Ýtt er á allan tilfiningaskalan og kenndu mér ýmislegt um andlega líðan. Mæli með þessari bók fyrir alla sem eru að ströggla við andlega líðan og alla sem þekkja einhvern sem er að því (sem sagt bara fyrir alla).

  2. The Boy, the Mole, the Fox and the Horse

  Teiknuð bók um ferðalag drengs. Hann hittir fyrir moldvörpu, ref og hest. Þau fjögur eiga með sér innihaldsríkar samræður um ástina og tíman, lífið og hvernig vinskapur virkar. Það er mikið um svona puntbækur og platta núna með mis-góðum kvótum í hina og þessa, sem virðast kannski vitur en rista ekki djúpt. Þessi bók kemur hins vegar með djúpu kvótin. Og þau eru öll fallega myndskreytt. Uppáhalds kvótið mitt:

  „Doing nothing with friends is never doing nothing, is it?“ asked the boy.

  „No“ said the mole.

  3. Norwegian Wood

  Murakami er einn af þektustu höfundunum á þessum lista. Eftir lestur þessarar bókar skil ég það vel. Stíllinn hans er óhefðbundinn bæði í orðavali og í því að hann kannar karakterana sína djúpt. Mótíf þeirra og hugsanir sjást í textanum þó þau séu oft umvafin hlutgervingum eða birtist í myndlíkingum. Þessi bók fjallar um Toro Watanabe sem lítur til baka á ævi sína og samböndin sem mótuðu hann sem mest. Fyrst eru það Kizuki og Naoko, æskuvinir hans, bæði þjökuð af mikilli depurð og erfiðleikum. Seinna kynnist hann svo Midori í háskólanáminu sínu í Tokyo sem er all-ólík Naoko en tengist samt sem áður Toro sterkum böndum. Óhefðbundin en falleg leið til að fjalla um ástina.

  4. Her Body and Other Parties

  Smásagnasafn með sögum sem allar fjalla að einhverju leiti um kvenlíkamann og eignarhald yfir honum. Margar með smá hrollvekju ívafi eða þá vísindaskáldsöguþráðum. Þær skilja mann eftir hugsandi og velta við ýmsum steinum sem ég gerði mér ekki grein fyrir að væru þarna í huga mér. Merkileg bók höfundar sem er tiltölulega nýkomin á senuna.

  5. Genderqueer

  Ég fann þessa bók í bókabúð í úthverfi Montreal. Ég var þegar með of margar bækur sem ég ætlaði að taka heim svo ég þurfti að velja milli þessarar og bókar sem hét Mars. Ég valdi þessa. Ég sé ekki eftir því.

  Þetta er eina myndasagan á listanum. Líka eina ævisagan og ein tveggja sem eru sögur sannra atburða. Í bókinni fer Maia yfir æskuna sína og því hvernig hán tókst á við það að vera kynsegin, að upgötva eigið kyn og að sætta sig við það. Áður en ég las þessa bók hafði ég aldrei heyrt (-lesið) kynseginmanneskju segja frá erfiðleikum sínum við að lifa með eigin kyni. Ég hafði bara séð glamúrmyndir af fallegu fólki að ögra kynjaboxunum og tala um frelsið sem því fylgdi að vera „ekki bara karl eða kona“. Þarna var loksins einhver sem átti í erfiðleikum með að finna sig og sætta sig við það sem hán fann. Sýndi ekki bara glanshliðina.

  6. Exhalation

  Ég er alger sucker fyrir góðum vísindaskáldsögum. Hvað þá smásögum. Að því sögðu,  þá er Ted Chiang einn besti. Sögurnar hans eru allar svo ótrúlega frumlegar. Hver saga gerist í algerlega nýjum, sjálstæðum heim. Stundum á ég erfitt með því að trúa að hann skrifi allar þessar sögur, því þær eru eins og þær komi frá mismunandu höfunum. Hann dregur hugmyndir sýnar jafnt úr tækninýjungum og biblíusögum, distópískum klisjum og utópískum draumsýnum.

  7. Þriðjudagur með Morrie

  Mitch, hið almenna meðalljón í bandarískum viðskiptaheimi tíunda áratugsins, á í erfiðleikum með að skilja sjálfan sig,  hvað þá tilgang lífsins. Morrie er gamli menntaskólakennarinn hans. Hann er að deyja. Svona lísti pabbi fyrir mér þessari bók. Án þess að fegra það neitt fannst mér hún hljóma frekar leiðinlega. Sannsöguleg bók um miðaldra hvítan síshet mann að tala við annan ennþá eldri mann af sömu sort? Er það ekki önnur hver bók?

  En þessi hefur eitthvað sérstakt. Eitthvað alveg ferskt í því hvernig Mitch og þá sérstaklega Morrie nálgast dauðan. Morrie hefur einstaka sýn á lífið og nálgast þvi dauða sinn á einstakann hátt.  Hvort það tengist því að hann er við dauðans dyr eða  því að hann er einstakur maður til að byrja með kemur á sama stað niður. Þessi bók lét mig hugsa um lífið og tilveruna á máta sem ég geri yfirleitt bara þegar einhver í lífinu mínu deyr. Það hljómar kannski eins og bestu vangavelturnar. En ég kunni að meta þær. Kannski kemur hún þér líka á óvart.

  8. Women Don‘t Owe you Pretty

  Sko. Þessi. Bók. Er. BOMB.

  Floss sem skrifar hana er yngri en ég og tíu sinnum meira kúl. Sýn hennar á feminisma, sjálfstraust og samskipti er fersk, framsækin og djörf. Þessi bók lét mig endurhugsa sjónarhorn mitt á svo marga vegu. Hluti sem ég hélt ég væri sko alveg með á hreinu verandi langtíma aktívur femínisti. Hún mun enda mörg sambönd, þessi bók, og þvinga margar manneskjur að gera sér grein fyrir eigin gildum. Ef þig vanntar smá kraft í sjálfið og sjálfskoðunina er þetta málið. (Ath hún fæst í Eymundsson)

  9. The Dispossessed

  Ursula er án efa uppáhalds vísidaskáldsögu-höfundurinn minn. Sögurnar hennar eru frekar eins og mannfræðirannsóknir en saga af ókönnuðum plánetum og skrítnum verum. Bækurnar innan Heinish-seríunnar eru ótengdar hvað varðar persónurnar en gerast þó allar innan sömu stóru heimsmyndarinnar. Því er hægt að lesa þær í hvaða röð sem er en því meira sem maður les því fleiri vísbendingar sér maður í textunum.

  The dispossessed er með lengri sögunum hennar. Hún gerist á tvíburaplánetunum Anarres og Urrah og segir af æfi mannsins Shevek. Hann elst uppá Anarres sem er hrjóstrug pláneta byggð af fólki upprunalega frá Urrah sem hefur komið saman þarna til að stofna samfélag byggt á anarkíu og niðurbroti miðstýringar en fer í byrjun sögunnar til Urrah, fyrstur Anarres-manna, til þess að læra meir um hið kapítalíska samfélag þar og á móti kenna þeim eðlisfræðina sína.

  10. The Power of Ritual

  Casper ter Kuile er upprunalega frá Hollandi, ólst upp í Englandi og lærði seinna í Harvard í Bandaríkjunum. Hann heldur úti podcastinu Harry Potter and the Sacred Text með Vanessa Zoltan. Þau hafa kennd mér algerlega nýja leið til þess að fara með texta og finna þýðingu í því sem ég les. Þessu bók fer ennþá dýpra í þær aðferðir. Hún gaf mér líka nýja sýn á trú og samfélagsmyndun í kringum trú. Casper er alger snillingur þegar kemur að því að segja frá upplifunum sínum og rannsóknum. Ég myndi lesa hann þó það væru ritdómar um sjónvarpsauglýsingar. Þessi bók hefur mikið betra umræðuefni en svo og er því mun betri.  Vonandi vöktu einhverjar af þessum bókum áhuga þinn. Annars er hér tæmandi listi yfir allar hundrað og fimm bækurnar sem ég hef lesið á árinu.

  bestu kveðjur,
  Mars  Bækur 2020

  1.      Let it snow

  2.      Okfruman

  3.      My Heros Have Always Been Junkies

  4.      Sisterhood of the Traveling pants

  5.      Over the Top

  6.      Men without Women

  7.      Norwegian Wood

  8.      The Turf war

  9.      Artemis

  10.   The Boy in The dress

  11.   It’s Not Okay to Feel Blue and Other Lies

  12.   Amature

  13.   Mislæg gatnamót

  14.   Lumberjanes 1-3

  15.   Siggi sítróna

  16.   The Boy, the Mole, the Fox and the Horse

  17.   As the Crow Flies

  18.   Unicorn Variations

  19.   María og Margrét

  20.   Mockingjay

  21.   Hugmynd: Andvirði hundrað milljónir

  22.   Arrival

  23.   Leðurjakkaveður

  24.   Deff Republic

  25.   Mooncakes

  26.   The Butterfly Man & Other Stories

  27.   The First Men on the Moon

  28.   Lumberjanes 4-6

  29.   The Promise

  30.   Christmas Carol

  31.   All the wrong todays

  32.   Skúmaskot

  33.   Með lífið að veði

  34.   The Rift

  35.   The Search

  36.   Her body and other parties

  37.   Stökkbrigði

  38.   Find me

  39.   Tsasiki og Mútta

  40.   Wires and Nerves

  41.   Exhalation

  42.   Genderqueer

  43.   Laura Dean keeps breaking up with me

  44.   Kings, Queens and In-Betweens

  45.   Sönn saga

  46.   Þriðjudagur með Morrie

  47.   A Highly Unlikely Scenario

  48.   Sjúklega Súr Saga

  49.   Blátt blóð

  50.   Afkynjun og vananir

  51.   Divergen

  52.   Insurgent

  53.   Alger milli

  54.   Allegiant

  55.   Are you listening

  56.   The Beauty and the Beast

  57.   Myrkrið milli ljósastauranna

  58.   (Þjóðar) sálin hans Jóns míns

  59.   Tveir leikþættir

  60.   Menntuð

  61.   Mómó

  62.   Cairo

  63.   Four

  64.   I married my best friend to shut my parents up

  65.   The Subtle Art of Not Giving a Fuck

  66.   Lumberjanes 7-9

  67.   George

  68.   Lumberjanes 10-12

  69.   The Ballad of Songbirds and Snakes

  70.   The Alchemist (Nicholas Flamel)

  71.   Bónusljóð

  72.   Rocannon’s World

  73.   Planet of Exile

  74.   City of Illusion

  75.   Drenched Dreams

  76.   Run Time

  77.   Women don’t owe you pretty

  78.   Fence

  79.   A Sloth’s Guide to Mindfulness

  80.   The disposessed

  81.   Aldinmaukið hefur klárasat

  82.   The Word for World is Forest

  83.   Nú sker ég netin mín

  84.   No One is Too Small to Make a Difference

  85.   After Darkness

  86.   Mundu, líkami

  87.   North and South

  88.   Leiðin út í heim

  89.   Smoke and Shadow

  90.   Hot dog girl

  91.   The Gay Man’s Guide to Heterosexuality

  92.   Roadqueen

  93.   Orange World

  94.   Mánasteinn

  95.   Lumberjanes+Fence+Moonstruck

  96.   The Power of Ritual

  97.   The Gravity of Us

  98.   Jónatan Livington mávur

  99.   Commute

  100. Johnny Would You Love Me if my Dick was Bigger

  101. Heartstopper 1

  102. Heartsopper 2

  103. Ender’s game

  104. Ástarsögur íslenskra karlmanna

  105. A War of Gifts


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.

  eldri grein í flæði:
  Kallað eftir aukinni fjölbreytni á Nýlistasafninu

  Mest lesin í flæði:
  Karlinn sem fyllti ofbeldis-mælinn

  Mælum með:
  Júllur og jólabækur