styrkja auglýsingar bókaklúbbur bókaútgáfa vertu með! um okkur
leita
leita
útgáfur
flæði hlaðvarp Uppskera
flæði hlaðvarp uppskera
b
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir • Hvítþvegin saga Notting Hill  12. janúar 2021

  Höfundur:
  Chanel Björk Sturludóttir
  @mannfloran


  Ég horfði á tvær myndir sem eiga sér stað í Notting Hill hverfinu í London í þessari viku. Þær heita Notting Hill og Mangrove. 

  Fyrsta myndin sem ég horfði á, Notting Hill, á sér stað um 1999 þar sem hvítur maður sem vinnur í bókabúð verður ástfanginn af stórstjörnu, hvítri konu. Maðurinn, sem Hugh Grant leikur, á að vera birtingamynd manns sem tilheyrir lægri stéttum samfélagsins. En þrátt fyrir það, verður hvíta fræga leikkonan, Julia Roberts, ástfangin af honum og fyrirgefur þessa lágu stöðu hans í samfélaginu. 
  Seinni myndin sem ég horfði á gerist um 1970, í sama hverfi, en hún heitir Mangrove eftir leikstjóranum Steve McQueen. En sú mynd fjallar um sögu sem var mér ekki kunnug fyrir. Myndin fjallar um sögu hóps sem þekkist sem The Mangrove Nine, sem eru níu einstaklingar af karabískum uppruna sem voru handtekin og kærð af lögreglunni fyrir að taka þátt í mótmælum og valda óeirðum í hverfinu. Stór hópur fólks sem bjó í Notting Hill á þessum tíma voru innflytjendur frá Karabísku eyjunum, hópur sem er þekktur sem Windrush kynslóðin. En þessi kynslóð upplifði mikinn rasisma og ofbeldi af hálfu yfirvalda. Það var einmitt þessi rasismi og óréttlæti yfirvalda sem Mangrove Nine hópurinn, ásamt fleirum, voru að mótmæla sem leiddi til þess að þau voru handtekin þrátt fyrir að mótmælin hefðu farið friðsamlega fram. Saga sem virðist endurtaka sig, eins og sást í Black Lives Matter mótmælunum síðastliðið sumar.
  Það er engin vafi á því hvor myndin hefur haft meiri áhrif á þekkingu okkar á hverfinu Notting Hill. Fyrir mig sjálfa, þegar ég hef heimsótt þetta hverfi og gengið um göturnar með litríku húsunum í allskonar pastel litum, skoðað markaðina og litið inn í bókabúðirnar, þá hugsaði ég um rómantísku gamanmyndina frá 1999.
  Það sem hrjáir mig mest við þennan samanburð á þessum tveimur myndum, er að ég hafði sjálf ekki hugmynd um sögu svartra í Notting Hill hverfinu. Þrátt fyrir að ég eigi sameiginlegan bakgrunn með einstaklingunum úr hópnum Mangrove Nine, þar sem móðir mín tilheyrir einmitt þessari Windrush kynslóð. Margir innflytjendur frá Karabísku eyjunum komu til Bretlands uppúr 1950 og byggðu upp líf og menningu í hverfum líkt og Notting Hill þar sem enginn annar vildi þar búa. Samtímis urðu þau fyrir ofsóknum, kerfisbundins rasisma og ofbeldi af hálfu yfirvalda sem að reyndu að hrekja þau burt. 
  Nokkrum áratugum seinna komu efnaðari stéttir og sáu til þess að „byggja upp” hverfið og gera það „fínna” til þess að yfirstéttin gæti keypt sér eignir á svæðinu. Kaupa ódýrt, selja dýrt. Á ensku þá er þetta kallað „gentrification” sem felur í sér ákveðna auðvaldsþróun, en það hefur ekki verið fundið nægilega góð þýðing á hugtakinu á íslensku. 

  The Black House London, 1973-1976 Colin Jones
  The Black House London, 1973-1976 Colin Jones


  Það má segja að fyrri myndin sem ég horfði á sé einnig hluti af þessari auðvaldsþróun, að sýna heiminum glansmynd af hverfi sem er uppfullt af magnaðri sögu. Sögu innflytjenda af þjáningu, niðurlægingu og hatri. En einnig fallegri sögu innflytjenda sem byggðu upp glæsilegt hverfi uppfullt af ást og menningu, liti og gleði.

  National Archives (licensed by the Metropolitan Police)
  The Black House London, 1973-1976 Colin Jones


  Getty Images
  Getty Images


  Ég er mjög fegin að loksins eru myndir eins og Mangrove til. Því án þeirra, hefði ég mögulega aldrei komist að þessari sögu Mangrove hópsins, og áhrif þeirra á breskt samfélag. Án myndar eins og Mangrove þá hefði ég alltaf tengt Notting Hill við söguna af Hugh Grant og Julia Roberts, og litríku húsin þar sem ríka fólkið í London býr í. En núna tengi ég þessi hús og þetta hverfi við fólkið sem bjó það í rauninni til, innflytjendur frá Karabísku eyjunum í Notting Hill. 

  Getty Images
  Getty Images  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.

  eldri grein í flæði:
  Úr heimi móður: Hátíð mildi og sáttar í nánd

  Mest lesin í flæði:
  Karlinn sem fyllti ofbeldis-mælinn

  Mælum með:
  1. Rasismi snertir okkur öll