styrkja flóru um okkur
leita
leita
flæði
vefverslun
útgáfur
hlaðvarp
flæði
b#  #  #  #  #

Perla Hafþórsdóttir
@perlahafmakeup
19. mars 2019I

Þú misstir allan sjarma þegar ég fann út hvað þú hétir og fletti þér upp á facebook.


II

Þögnin þín er stöðugt suð í eyrunum á mér.

Ósögð orðin bergmála í hausnum á mér.

Setningarnar sem þú misstir út úr þér hringsólast í kring um mig. Samhengislausar, merkingarlausar, mála þær óreiðukenndar myndir inn í augnlokin.

Stundum í amstri dagsins heyri ég ekki lengur í suðinu og þegar ég opna augun hverfa myndirnar fyrir hversdeginum.

En þegar ég leggst á koddann heldur þú fyrir mér vöku og fylgir mér loks í draumana.


Mynd: Eva Sigurðardóttir