styrkja auglýsingar bókaklúbbur bókaútgáfa vertu með! um okkur
leita
leita
útgáfur
flæði hlaðvarp Uppskera
flæði hlaðvarp uppskera
b
Flokkar
Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir • Karlinn sem fyllti ofbeldis-mælinn  6. maí

  Höfundur:
  Tinna Eik Rakelardóttir
  @tinna_eik
  @tinnaeik


  Myndahöfundur:
  Tinna Eik Rakelardóttir


  Við höfum öll heyrt sögur af þekktum körlum sem beita konur ofbeldi og áreitni. Sögur af kassagítarsspilara sem reynir við áhorfendur sína á grunnskólaböllum, miðaldra söngvara sem pikkar upp stelpur í partýjum sona sinna á unglingsaldri, hljómborðsleikara sem biður um happy ending á hefðbundinni nuddstofu og af manni sem beitir svo háværu ofbeldi inn á heimili að kalla þarf lögregluna til. Sumar eru þolendur þessara manna, oft þekkjum við þolendur þeirra persónulega, og sjaldan er okkur brugðið þegar fleiri sögur hrúgast upp. 

  Við erum flest komin með nóg af þessum köllum, en ekkert okkar þorir að tala um það upphátt eða undir nafni að þeir nauðgi, lemji, káfi eða klæmist.

  Ef við gerum það þá fýkur í aðra valdamikla kalla sem smána okkur opinberlega og hleypa kommentakerfum í það að taka okkur af lífi. Vegna þess hversu erfitt það getur verið að horfast í augu við að viðkunnanlegir, valdamiklir kallar sem við þurfum að hlusta á á öllum útvarpsstöðvum, séu líka ofbeldismenn, velja sum okkar að verja jafnvel viðkomandi:

  „Það getur nú ekki verið að hann hafi nauðgað þessari, maðurinn er giftur!“, “En hann lúkkar alltaf svo næs”, “Hann er nú svo myndarlegur að hann þarf ekki að kaupa sér kynlíf”. Við kjósum mörg að hlusta ekki á sögurnar, og kveikja í staðin bara á helgarþættinum, tralla með og hundsa allar sögusagnir um ofbeldi, misnotkun og kynlíf með börnum af hendi frægu kallanna okkar.

  slúður um kalla sem beita ofbeldi

  Þrátt fyrir að hér hafi #MeToo farið mjög hátt og samfélagið nötrað á meðan á því stóð þá voru samt fá sem voru dregin til ábyrgðar, fá andlit eða nöfn voru dregin í umræðuna. Vissulega var hvíslað kvenna á milli inni á lokuðum hópum samfélagsmiðla, en þetta voru samt flest allt nöfn sem við höfðum heyrt áður, flest þeirra oftar en tvisvar.

  „Já, þessi, ég þekki eina sem lenti rosalega í honum“, „Ég slapp einmitt naumlega undan honum þegar ég var 15 ára!“ eða „Mamma mín varaði mig einmitt við honum þegar ég byrjaði að fara á böll með honum“, voru algengar athugasemdir í hópum kvenna þar sem við reyndum að vara hvora aðra við. En engin okkar, ég sjálf meðtalin, þorðum að segja nöfnin upphátt á almannafæri. 

  Við höfðum allar gert tilraunir til þess, en viðbrögðin í einkasamræðum og aftökur annarra kvenna á samfélagsmiðlum segja okkur allt sem við þurftum að vita. Ef við segjum frá bætumst við bara á þolendalistann, en áhrifin á ofbeldiskallana verða sömu og engin.

  Þeir þurfa mögulega að þola nokkrar óþægilegar fyrirsagnir, en á sama tíma mun ákveðinn hópur samfélagsins ganga úr skugga um að þeir selji upp alla miða á nýja uppistandið sitt, vinir þeirra bjóða þeim í vinsælustu útvarpsþætti landsins til að glensa og hafa gaman og þeir eiga vinsælasta lagið á Íslandi.

  Ofbeldið sem við höfum nú þegar orðið fyrir og ofbeldið sem aðrar konur hafa orðið fyrir er nóg. Við höfum ekki viljað bæta ofan á það opinberri aftöku og ofbeldinu sem þrífst í kommentakerfum fjölmiðla. Þar sem fjölmiðlar leyfa viðbjóðnum sem á sér stað á þeirra vefsvæði að grassera og ýta jafnvel undir hann. Við höfum séð fjölmörg dæmi þess, hálfbakaðar fréttir um Hildi Lilliendahl og smellubeitu fyrirsagnir um dómsmál Freyju Haralds, múgæsingur í kringum fréttir af aktívisma Töru Margrétar. Allt konur sem hefur verið hent í hakkavél kommentakerfanna við hvert tækifæri, allt fyrir smelli og án þess að þær hafi nokkurtíma valið það sjálfar.

  Það vita allir fjölmiðlar að um leið og það kemur inn umfjöllun eða frétt af feminískum aktívisma þá kemur inn holskefla af viðbjóðslegum athugasemdum. Athugasemdum sem hafa áhrif á sálarlíf þeirra kvenna sem fjallað er um, og á fjölskyldur þeirra, vini, og á konur og annað fólk sem á eitthvað sameiginlegt með þeim. Það að við sem vitum um þekkta ofbeldiskalla en treystum okkur ekki í þessa hakkavél þýðir ekki að ofbeldiskallarnir hafi ekki beitt ofbeldi.

  Við vitum líka annað, fjölmiðlar hafa ekki áhuga á sögum um þessa menn, þessir menn eru vinir þeirra og kunningjar. Þessir menn gefa þeim smelli og athygli, bæði í viðskiptum og persónulega, þeir eru meira að segja líka oft í vinnu hjá þeim. Fjölmiðlar vilja alls ekki styggja þessa vini sína.

  Öll að slúðra um fræga kalla sem beita ofbeldi

  Svo þessir kallar halda áfram að beita ofbeldi, og við konur höldum áfram að hvísla okkar á milli, því hvíslið er það eina sem við höfum til að verja okkur sjálfar og systur okkar, vinkonur, frænkur, mömmur og ókunnugar konur fyrir frægum ofbeldisköllum. Á sama tíma vonum við samt alltaf að einhver sem hlustað er á verði til í að standa með okkur einhvern daginn, í baráttunni gegn valdamiklum ofbeldisköllum.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.

  eldri grein í flæði:
  Sex Work 101

  Mest lesin í flæði:
  Karlinn sem fyllti ofbeldis-mælinn

  Mælum með:
  ,,Ég vissi ekki betur“ – Kynfræðsla og gerendur