styrkja flóru um okkur
leita
leita
útgáfur
flæði hlaðvarp
flæði hlaðvarp
b
Flokkar


Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Flokk till you drop
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Indíana Rós
 • Margeir Haraldsson
 • Miriam Petra
 • Sarkany
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Eva Sigurðardóttir
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Ísold Halldórudóttir
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Mars Proppé
 • Nadine Gaurino
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Mansour
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Sunna Ben
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir


 • Eva Huld
  12. mars 2019  Ég er tilfinningasprengja
  ég er kona
  já svona
  vertu sexý vertu hljóð
  vertu alfarið góð
  komdu nær er hann færir sig fjær.

  Ég er Eva ég er Adam
  Ég má allan skalann
  Ég er sjálf hóran í Babelón.

  Ég er feit
  ég er stór
  Ég er hafsjór
  þú ert flór.

  Ég græt en ég læt
  ei valta yfir mig.

  Af rifi er ég komin
  og rifin skal ég verða
  margbrotin, þrotin en
  rís alltaf aftur upp.

  Ég er kona
  ég mun
  jarða þig
  lifandi
  tifandi, af hræðslu.

  Það er mín blessun og mín bölvun
  að berjast
  og
  stand‘alltaf aftur upp
  fyrir dætur þessa
  alsnægtar lands.

  Ykkar tími er liðinn
  ég er skriðin
  undan feldnum, sem þú
  hrúgaðir á mig
  er orðin sterk
  undan þrýstingnum
  og neita
  alfarið að beita
  og mig skreita
  með, þínum skoðunum

  Ég fékk boðun um að horfa upp og klifra hátt
  upp á axlir allra þeirra sem á undan hafa farið
  María Magdalenda og
  Sóley Tómasdóttir, með áfallastreitu eftir stríðið
  undan þunganum af því að neita
  að leggjast flöt
  vera, sexý, vera hljóð
  vera tól
  feðraveldisins.

  Alveg geldir eftir aldagamla velmegun
  aldrei nóg, hvað næst
  ég er
  orðin focking æst
  við viljum meira, stærrri draum
  annarskonar félagstaum.
  Þar sem laun endurspegla mig en ekki hann.

  Þrælslund sem situr eins og valdið vill
  andar inn og út
  spillt
  ég er villt
  ég er þyrnir í
  þínu
  lata auga
  passa illa í þennan,
  rotna ramma
  reynd‘að gjamma frá þér allt vit
  ég er komin til að vera
  vittu til
  ég vil
  meiri jöfnuð
  já, farðu frá já, ég vil
  ekki meiða
  þú ert bleyða röngu megin í
  mannkynssögunni

  Reynd‘að þekkja reynd‘að skilja
  minn vilja
  þú mátt
  enn víkja
  ég vil
  ekki ýta en
  þú veltir ekki frá þér gosinu.

  Eins og Hekla mun ég sprengja
  þetta kerfi
  minn tími er kominn
  Jóhanna Sig
  vittu til.

  Kynjakerfið er brotið
  það var rotið,
  glerþakið alsbert, illa hert
  Við viljum ekki leika
  eftir ykkar lúnu reglum og neglum
  fyrir gluggana, þett´er búið spil
  ekkert kynjabil,
  runnið niður milli þils og veggjar
  ég sprengdi upp, alla hæðina.

  Fyrirtíðarspenna?
  ég mun brenna
  þetta kerfi til kaldra kola
  hætt´að vola
  allt er falt, fallvalt
  ískalt, tussa.

  Ég er tík
  ég er drusla
  þú getur ekki
  tuskað mig til
  ég er kona

  Vanfær um að taka mark á
  þvaðrinu í þér
  þett‘er löngu orðið focking leim
  hætt‘að reyna
  að treina
  dauðastríð

  farðu heim.

  Myndir: Eva Sigurðardóttir


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.

  eldri grein í flæði:
  Til þeirra sem gleymdust

  Mest lesin í flæði:
  Sjáumst

  Flæði:

             nýrri grein í flæði:
  TO THE ONES WE FORGOT