styrkja auglýsingar bókaklúbbur bókaútgáfa vertu með! um okkur
leita
leita
útgáfur
flæði hlaðvarp Uppskera
flæði hlaðvarp uppskera
b
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir • Kynlífsvinna, með eða á móti?  2. maí 2021

  Höfundur:
  Eva Sigurðardóttir
  @evasigurdar
  @evasig__
  evasigurdar.com


  Konum hefur lengi verið kennt og sagt að hugsanir um kynlíf, ánægju og vald yfir eigin líkama séu ógeðfelldar, óhreinar og óviðeigandi. Hvað þá ef þú uppfyllir þessar hugsanir og stundar kynlíf, því þig langaði það, og endar fullnægð. Guð hjálpi mér, og þér, elsku kona, grey, fórnarlamb syndanna. Þú ert nú talin skítug, óalandi og óferjandi, ógeðsleg og ekki viðbjargandi. Þú ert drusla.

  Kynlíf er tabú og fólk (lesist: konur og kynsegin) sem stundar kynlíf er tabú. Kynfrelsi kvenna og kynsegin hefur aukist þó enn séum við að shame-a, tame-a og name-a (kalla fólk niðrandi nöfnum, tjóðra fólk sem hagar sér ekki á ákveðinn hátt og kasta á það skömm).

  Druslustimpillinn er eitthvað sem flestar konur kannast við að hafa fengið á sig í einhverri mynd. 
  Þú vildir ekki gera þetta, DRUSLA. Þú vildir gera þetta, DRUSLA. Þú sagðir eitthvað vitlaust, DRUSLA. Þú sagðir ekki neitt, DRUSLA. Þú dróst þig í hlé, DRUSLA. Þú tókst þér pláss, DRUSLA. 

  Ýmislegt hefur verið tekið fyrir hjá þátttakendum Druslugöngunnar frá upphafi hennar 2011, en allt miðar að því að koma þeim skilaboðum áleiðis að ofbeldi er alltaf gerendum að kenna, og skömmin er þeirra. Fólk á sinn eigin líkama og valið er þeirra: Viltu fá þér sex bjóra, fara í vinnu í þröngu og stuttu pilsi, fara út í göngutúr að kvöldlagi, senda af þér nektarmynd (með samþykki viðtakanda), taka upp myndband með bólfélaga (með samþykki beggja/allra), selja af þér erótíska mynd eða stunda kynlíf gegn greiðslu. Valið er þitt og það veitir hvorki leyfi né frípassa annarra til að beita þig ofbeldi eða fara yfir þín mörk.

  Árið 2011 var helsta áhersla göngunnar sú að konur máttu klæðast því sem þær vildu og drekka eins marga bjóra og þær vildu, án þess að það réttlætti hegðun og gjörðir ofbeldismanna. Margt hefur breyst frá því þá en þó svo fátt… Samfélagsumræðan er ívið þolendavænni, skilningur meiri og brotaþolar eiga margir hverjir auðveldara með að stíga fram og segja frá. Ábyrgð og álag hefur að einhverju leyti færst af þolendum yfir á gerendur, viðbragðsaðila og réttarvörslukerfið. Kallað hefur verið eftir kerfisbreytingum sem auðveldar þolendum ofbeldis að takast á við eftirköst þess. Sumt hefur breyst, en annað ekki.

  Umræðan í samfélaginu síðustu viku hefur mikið beinst að þátttakendum á Only Fans, kynlífsvinnu, þolendum vændis, mansali og klámi. Allt hófst þetta með nokkrum röddum í einu hlaðvarpi og annarri rödd sem fannst skömm af þessum röddum og því sem þær sögðu. Snjóboltinn fór að rúlla og mörghundruð manns hafa tjáð sig um téðar raddir og líkama þeirra sem beita þeim.

  Umræðan hefur farið um víðan völl í kjölfarið: Fólk tjáir sig um nauðgunarmenningu og kynlífsverkafólk, stéttaskiptingu og kvennaklíník, hamingjusömu hóruna og skúringar, jákvæðar og neikvæðar upplifanir, jákvæð og neikvæð viðhorf, ýmiskonar reynsluheima og afleiðingar, forsjárhyggju og áfallastreituröskun, SWERF-isma og and-femínisma, traumablæti og feðraveldið, afglæpavæðingu og sænsku leiðina, völd og stjórnleysi. Hvað með börnin?!?

  Þetta er flókið umræðuefni, í ljósi fortíðar, nútíðar og framtíðar. Sagan er gegnumsýrð af kúgun á konum, feðraveldið allsráðandi og karlmenn hafa eignað sér líkama kvenna og hlutgert þá, og gera enn. Umræður síðastliðinna daga hafa spíralast út úr öllu valdi, fólk blammerað hvert annað vegna skiptra skoðana og þær umpólast vegna mótþróa og trúar fólks á eigin skoðunum.

  Ég hef séð fólk ásaka annað fólk um and-femínisma og það að standa ekki með þolendum ofbeldis (t.d. mansals). Segja það óreynt í málefnum sem þessum og telja sig hafa meiri reynslu og þekkingu til þess að mynda sér skoðun á kynlífsiðnaðinum.

  Annað fólk telur þetta fólk ganga á kynfrelsi sitt og annarra. Telur það hafa fordómafull og íhaldssöm viðhorf til kynlífs og kláms. Segir það vera femínista nema þegar um ræðir kynlífsverkafólk (SWERF). Þannig fær þetta fólk að heyra að það sé blint á eigin forréttindi og staðnað í skoðunum.

  Þessi pólarísering sem hefur skapast er svo skaðleg umræðunni. Þetta er ekki svart eða hvítt. Með eða á móti kynlífsverkavinnu. Með þannig umræðu gleymast raunveruleg markmið hennar — vinnan gegn ofbeldi og að úrræðum sem í boði eru fyrir þolendur ofbeldis. Við erum öll í sama liði. Við viljum að konur og kynsegin lifi öruggu lífi, hvort sem þau velja að stunda kynlíf, selja kynlíf eða ekki. 

  Við þurfum ekki öll að hafa sömu skoðanir og aðferðafræði. Núans er eðlilegur. En árásir, rökleysa og skortur á virðingu kemur okkur hvergi. Það er eðlilegt að vilja beita röddum sínum og hvað þá með jafnrétti að leiðarljósi, en við verðum að muna að hlusta líka. Hlusta á hvert annað, hlusta á raddir þeirra sem hafa ekki fengið pláss hingað til, hlusta og taka til greina önnur sjónarmið en bara okkar eigin. 

  Ofbeldi sem kynlífsverkafólk er beitt er aldrei því að kenna eða þeirra sem styðja við það. Ofbeldi er ofbeldi og ofbeldi er gerendum að kenna. Við getum minnkað skaðann; unnið gegn ofbeldi og unnið úr afleiðingum þess, en það gerum við ekki með því að hætta að hlusta. Það er ekki til ein fullkomin leið, því miður. En það er mikilvægt að geta rætt hlutina á jafningjagrundvelli og þannig fundið þá leið sem gerir alla þolendur og mögulega þolendur öruggari, líka þá sem stunda kynlífsvinnu.

  — — —

  Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.

  eldri grein í flæði:
  Sænska leiðin skoruð á hólm í Strassborg

  Mest lesin í flæði:
  Karlinn sem fyllti ofbeldis-mælinn

  Mælum með:
  Mér finnst að þér ætti að finnast