styrkja flóru um okkur
leita
leita
útgáfur
flæði hlaðvarp
vefverslun
flæði hlaðvarp
b




Flokkar


Höfundar
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Eva Sigurðardóttir
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Ísold Halldórudóttir
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Mars / Margrét Andrésdóttir
 • Nadine Gaurino
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Mansour
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Sunna Ben
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir






 • Ég trúi ekki að skiptinemadvölin sé á enda. Fimm mánaða ævintýri sem flaug hjá á ljóshraða. 

  Tyrkland er ótrúlegt land. Draumur og kaós. 

  Ég líð um. Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast og trúi því varla hversu mögnuð upplifun þetta hefur verið.

  Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir tækifærið. fyrir fólkið. fyrir lærdóminn. 


  Óvissan sem varð að hversdagslífi

  og fjarlæg plön sem urðu að veruleika.


  Göturnar sem voru áður framandi – orðnar heimili mitt og það á örskammri stundu..

  Fólksfjöldinn sem ég áður kveið orðinn hversdagslegur og huggandi.

  Endalaust magn fólks sem starði – starir enn og starir meira.


  Ruglingslegar almenningssamgöngur og óþreyjufullir bílstjórar, bílferðir án bílbeltis og gatnakerfi sem ég er farin að þekkja þrátt fyrir að  „meika engann sens“. 

  Endalaus straumur fólks sem fer yfir á rauðum, og þar á meðal ég.

  Götukettir og hundar sem eiga sig sjálfir.
  Góðhjarta fólk sem klappar, klórar og knúsar. Góðhjarta fólk sem fæðir og næðir.

  Matarmenning sem á hug minn og hjarta.
  og maga, garnir, ristil.

  Tveir kossar – tvö faðmlög.
  Ástfangin pör í hverju horni og milli horna. Leiðast. Í sleik.

  Heldra fólk að drekka çay og horfa á mannmergðina.
  Spjallar um daginn og veginn (án þess að ég viti nokkuð um innihald spjallsins verandi algjörlega ófær um að skilja tungumálið – nema hæ, bæ, takk og guð verði með þér)


  Mér hefur sjaldan fundist ég jafn örugg.
  Ég er ekki hrædd. Hér passar fólk upp á mig og ég upp á það.
  Mest það samt upp á mig


  Menning og saga í andrúmsloftinu.
  Hús að hruni komin og götulistaverk í öllum skúmaskotum.

  Pólitískur áróður.
  Meiri pólitískur áróður.
  Enn meiri pólitískur áróður.

  Bjöguð enska og alls engin enska
  Merhaba, Tesekkür ederim. Iyi akșamlar.


  Allir þekkja alla og enginn þekkir ekki neinn
  Hvað finnst þér? Ætlaru að koma aftur?


  Fögnuður. Söknuður.

  Hjartað mitt er nú þegar fullt af söknuði.
  Aldrei hefur staður orðið að heimili á svona skömmum tíma.
  Aldrei hefur fólk gripið eins hratt um hjarta mitt
  og aldrei hefur lífið orðið eins mikið mitt eigið líf án áreynslu.

  Þetta hefur verið ein besta upplifun lífs mín með hæðum og lægðum. 

  Tyrkland, land sem varð að heimili. 

  Istanbúl, borg sem varð að stað sem ég mæli með að allir heimsæki.


  Ég hef komið inn á tyrknesku gestrisnina áður – en ég get ekki minnst nógu oft á allt þetta fólk sem tók á móti mér og kom fram við mig eins og drottningu. Sama hversu mikið þetta fólk á í sig og á, þá er það tilbúið að deila því öllu með mér. 

  og því finnst ekkert sjálfsagðara.


  Ég skil ekki viðhorf Evrópubúa til Tyrkja og Tyrklands. Fjölmiðlar menga og brengla ímynd landsins sem veldur því að fólk er hrætt. Fjölmiðlar mata almenning með röngum upplýsingum og ala á hræðsluáróðri og fordómum. Ábyrgð fjölmiðla er mikil; sýnið allar hliðar, fjallið um þjóð ekki bara pólitík. Og kæri almenningur lesið ykkur til um framandi menningu og beitið gagnrýnni hugsun á fréttir og umfjöllun.   


  Hver hefði haldið að ég myndi opnast og breytast svona mikið á örfáum mánuðum. Allt þetta fólk sem braut niður veggi og kenndi mér svo margt.

  Stútfull af innblæstri og vonandi örlítið betri manneskja þökk sé öllu því góða fólki sem ég kynntist kveð ég Tyrkland með söknuði – og eins tilhlökkun að heimsækja land og þjóð aftur. Því fyrr því betra.

  Sjáumst seinna Tyrkland.






  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.

  eldri grein í flæði:
  Hrúðurkarlinn

  Mest lesin í flæði:
  Sjáumst

  Flæði:

             nýrri grein í flæði:
  You had me at...