flóra útgáfa
TitillFarartæki, híbýli og verksmiðja. Magnað einstakt eintak. Hví hef ég eytt svona miklum tíma í að hata líkama minn. Kvenlíkaminn skapar líf. Af hverju ræktar samfélagið okkar hatur á líkama okkar. Rakaðu af þér hárin, sýndu bara smá af brjóstunum þínum en ekki voga þér að sýna geirvörturnar, við viljum sjá móta fyrir þeim en ekki sjá þær, hvað þá með barni á. Líkaminn minn er minn, ég fékk hann við fæðingu, sé um að rækta hann því enginn finnur fyrir vanrækslu hans nema ég. Mig langar að elska líkama minn. Ég er með sköp og ég get skapað. Ég er skaparinn.
TitillAð muna


Ég missti ekki vitið

Ég lærði eitthvað

Leysti einhverja gátu

Ég veit ekki hver spurningin var

Ég brýt þessa minningu fallega saman

hún fer í silkipappír

Ég legg hana varlega í skúffuna með hinum tveimur

Ég loka, geng burt frá kommóðunni

sný mér við og sendi minningunum fingrakoss.