styrkja auglýsingar bókaklúbbur bókaútgáfa vertu með! um okkur
leita
leita
útgáfur
flæði hlaðvarp Uppskera
flæði hlaðvarp uppskera
b
Flokkar
Höfundar
 • Elínborg Harpa
 • Elinóra Guðmundsdóttir
 • Hildur Hjörvar
 • Lenya Rún Taha Karim
 • Eva Sigurðardóttir
 • Berglind Brá Jóhannsdóttir
 • Gyða Guðmundsdóttir
 • Steinunn Ólína Hafliðadóttir
 • Tinna Eik Rakelardóttir
 • Alda Lilja
 • Aldís Amah Hamilton
 • Alex Louka
 • Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
 • Allsber
 • Alma Dóra Ríkarðsdóttir
 • Amanda Líf Fritzdóttir
 • Anna Helga Guðmundsdóttir
 • Anna Kristín Shumeeva
 • Anna Margrét Árnadóttir
 • Anna Stína Eyjólfsdóttir
 • Antirasistarnir
 • Ari Logn
 • Armando Garcia Teixeira
 • Ármann Garðar Teitsson, Derek T. Allen og Jonathan Wood
 • Ásbjörn Erlingsson
 • Ásgerður Heimisdóttir
 • Áslaug Vanessa Ólafsdóttir
 • Áslaug Ýr Hjartardóttir
 • Bergrún Adda Pálsdóttir
 • Bergrún Andradóttir
 • Birgitta Þórey Rúnarsdóttir
 • Birtingarmyndir
 • Bjargey Ólafsdóttir
 • Björgheiður Margrét Helgadóttir
 • Brynhildur Yrsa Valkyrja
 • Carmen og Neyta
 • Chanel Björk Sturludóttir
 • Daisy Wakefield
 • Derek T. Allen
 • Díana Katrín Þorsteinsdóttir
 • Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
 • Donna Cruz
 • Elín Dögg Baldvinsdóttir
 • Elinóra Inga Sigurðardóttir
 • Elísabet Brynjarsdóttir
 • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
 • Elísabet Rún
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
 • Eva Huld
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir
 • Eva Örk Árnadóttir Hafstein
 • Eydís Blöndal
 • Eyja Orradóttir
 • Fidas Pinto
 • Flokk till you drop
 • Freyja Haraldsdóttir
 • Glóey Þóra Eyjólfsdóttir
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Guðrún Svavarsdóttir
 • Gunnhildur Þórðardóttir
 • Halla Birgisdóttir
 • Halla Birgisdóttir, Viktoría Birgisdóttir og Gróa Rán Birgisdóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Heiða Dögg
 • Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
 • Heiðdís Buzgò
 • Heiðrún Bjarnadóttir
 • Helga Lind Mar
 • Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
 • Hjördís Lára Hlíðberg
 • Hólmfríður María Bjarnardóttir
 • Hulda Sif Ásmundsdóttir
 • Indíana Rós
 • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • Inga Hrönn Sigrúnardóttir
 • Ingibjörg Ruth Gulin
 • Io Alexa Sivertsen
 • Iona Sjöfn
 • Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir
 • Isabel Alejandra Díaz
 • Ísold Halldórudóttir
 • Joav Devi
 • Johanna Van Schalkwyk
 • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
 • Jóna Þórey Pétursdóttir
 • Jonathan Wood og Nökkvi A.R. Jónsson
 • Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
 • Karitas Sigvalda
 • Klara Óðinsdóttir
 • Klara Rosatti
 • Kona er nefnd
 • Kristín Hulda Gísladóttir
 • Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
 • Lára Kristín Sturludóttir
 • Lára Sigurðardóttir
 • Lilja Björk Jökulsdóttir
 • Linni / Pauline Kwast
 • Magnea Þuríður
 • Margeir Haraldsson
 • María Ólafsdóttir
 • Mars Proppé
 • Miriam Petra
 • Nadine Gaurino
 • Natan Jónsson
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir
 • Perla Hafþórsdóttir
 • Ragnar Freyr
 • Ragnhildur Þrastardóttir
 • Rakel Glytta Brandt
 • Rauða Regnhlífin
 • Rebekka Sif Stefánsdóttir
 • Rouley
 • Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • Sara Höskuldsdóttir
 • Sara Mansour
 • Sarkany
 • Sema Erla Serdar
 • Sigrún Alua Ásgeirsdóttir
 • Sigrún Björnsdóttir
 • Sigrún Skaftadóttir
 • Sigurbjörg Björnsdóttir
 • Silja Björk
 • Silla Berg
 • Sjöfn Hauksdóttir
 • Sóla Þorsteinsdóttir
 • Sóley Hafsteinsdóttir
 • Sóley Tómasdóttir
 • Sólveig Daðadóttir
 • Stefanía dóttir Páls
 • Stefanía Emils
 • Steinunn Ása Sigurðardóttir
 • Steinunn Bragadóttir
 • Steinunn Radha
 • Steinunn Ýr Einarsdóttir
 • Sunna Ben
 • Sunneva Kristín Sigurðardóttir
 • Sylvía Jónsdóttir
 • Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
 • Tayla Hassan
 • Theodóra Listalín
 • Tinna Haraldsdóttir
 • Una Hallgrímsdóttir
 • Ungar Athafnakonur / UAK
 • Unnur Gísladóttir
 • Valgerður Valur Hirst Baldurs
 • Vigdís Hafliðadóttir
 • Viktoría Birgisdóttir
 • William Divinagracia
 • Wincie Jóhannsdóttir
 • Ylfa Dögg Árnadóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Þuríður Anna Sigurðardóttir • Úr heimi móður: Allir eru að bíða eftir mömmu  25. nóvember 2020

  Höfundur:
  María Ólafsdóttir

  Myndahöfundur:
  Eva Sigurðardóttir
  @evasigurdar
  @evasig__
  evasigurdar.com


  Ég stend í þvottahúsinu að leita að sokkum á son minn. Ég er í nærbuxunum einum fata og með raksápu undir höndunum því mér datt í hug að raka af mér brúskana. Svona einu sinni. Þar sem ég róta í sokkahrúgunni kunngjörist öllum heiminum að það sé gat á nærbuxunum mínum. Á meðan ég velti fyrir mér hvort nærbuxurnar mínar gætu breyst í tusku sé ég hvað pokinn í fatagáminn er orðinn útroðinn. Verð að muna að setja hann í bílinn næst. Fá kannski kallinn til að fara með dósirnar í leiðinni og losa okkur við draslið úr garðinum. Finn á sama tíma götótta sokka og bæti þeim við í pokann. Finn annað par og læt soninn hafa á meðan ég gref eftir nýjum nærbuxum. Það var örugglega gengið frá þessari fatahrúgu síðast í gær. Óhreinn þvottur sem og hreinn hrúgast upp á sama hraða og gras á milli hellna. Hratt, örugglega og kemur alltaf aftur sama hvaða aðferðum er beitt. Kannski svolítið eins og hárin undir höndunum en þau mega damla nokkuð lengi. Hver sér það svo sem núna þegar enginn fer í ræktina eða sund? Frumburðurinn er klæddur og ég kemst í sokka og brjóstahaldara. Þá hefst leitin að hárburstanum fyrir miðbarnið. Hann hefur ekki fundist og hjálparsveit mæðra því kölluð út.  Ég set á mig gleraugun, sé að þau þarfnast hreingerningar og skelli þeim í snöggt bað. Finn burstann á borðstofuborðinu, þar er óhreinn bolli sem ég set í uppþvottavélina, sé að hún er nærri full, set hana í gang og stíg um leið ofan í mylsnu. Hreinu sokkarnir orðnir óhreinir, ryksuga snöggt yfir eldhúsgólfið. Rek tærnar í skál á gólfinu, treð henni inn í skáp. Held því næst fram til að eltast við miðbarnið og greiða mesta flókann úr silkimjúku hári þess. Tek síðan til við mína eigin flækju, greiði það mesta, treð mér í næstu buxur sem ég finn. Það er ólíklegt að þær séu tandurhreinar en þær duga. Yngsta barnið lallar inn á skónum og vill fá vatn að drekka. Ég rétti því glas og það sullar niður. Ég þurrka það upp á meðan ég kem mér í bol og rek um leið augun í eyrnapinna á gólfinu. Um leið og ég hendi honum sé ég að ruslafatan á baðinu er full svo ég tæmi hana. Síðasti sopinn af teinu rennur niður og ég fer inn í eldhús með bollann. Rek augun í nokkrar mjólkurfernur og hendi þeim í pappatunnuna um leið og ég skutla út ruslapokanum. Hendi mér í næstu skó sem ég finn og þægilegri peysu. Treð vettlingum sem hafa gleymst í stiganum í vasann, man þá að taka með snýtubréf og fer að finna pakka, gríp með rúsínur í eldhúsinu í leiðinni og sé það hefur gleymst að slökkva útiljósin. Geri það um leið og ég týni nokkrar flíkur upp úr gólfinu, hendi þeim á snaga, skelli svo hurðinni að baki mér og sameinast fjölskyldunni sem enn og aftur er að bíða eftir mömmu. 

  Úr heimi móður eru pistlar eftir Maríu Ólafsdóttur, þriggja barna móður á Seltjarnarnesinu.


  Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.

  eldri grein í flæði:
  Það er ekki hægt að aðgreina regnbogann

  Mest lesin í flæði:
  Karlinn sem fyllti ofbeldis-mælinn

  Mælum með:
  Móðurhlutverkið á tímum loftslagsbreytinga