styrkja flóru um okkur
leita
leita
flæði
vefverslun
útgáfur
hlaðvarp
flæði
b#  #  #

Harpa Rún Kristjánsdóttir
@harparun90
10. apríl 2019Nýbökuð
við miðjarðarhafssólargráður

nýstigin
úr síðustu flugferð
fallinnar upphrópunar

finn ég til svolítils
samviskubits
gagnvart grágæsunum

sem greiddu uppsett verð
það sama og alltaf
fyrir flugið þessa leið

koma heim
í grimman apríl
þakinn skafrenningi
og snjó.

Langar ofurlítið
að elta þær uppi
og biðjast afsökunar

á Íslandi.


Mynd: Eva Sigurðardóttir