velti fyrir mér vá
yfirvofandi vofu
hún fylgir mér
felur sig
í skugga mínum
nærir sig
á huga mínum
springur út
í iðrum mínum
nær heltaki
á raddböndum
slítur vefi
kúrir svo við kjarna
kallar
gólar
gengur
berserksgang
gengur
frá
mér
Mynd: Eva Sigurðardóttir
Taktu þátt í að halda Flóru starfandi. Með því að styrkja Flóru útgáfu eflir þú jafnrétti og fjölbreytni í íslenskum fjölmiðlum, styður við nýsköpun kvenna ásamt því að verða hluti af okkar sívaxandi samfélagi.