Hvernig birtist einhverfa okkur í efni dægurmenningar? Í þættinum veltum við fyrir okkur hvernig einhverfa birtist í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hafa skakkar birtingarmyndir áhrif á það hvernig við sjáum hluti í raunveruleikanum? Og skiptir máli hver leikur hvern? Einhverfi snillingurinn, talning tannstöngla, nýjasta kvikmynd SIA og flóra mannlífsins eru í brennidepli í þessum þætti.