Matvælasjóður er einn af nýjustu sjóðum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Alma Dóra ræddi við Grétu Maríu, stjórnarformann sjóðsins, um upplag sjóðsins og þær aðgerðir og markmið sem stjórnin hefur sett til að stuðla að jöfnum tækifærum kynjanna. Einnig sagði Gréta frá sinni vegferð og deildi sínum bestu ráðum til frumkvöðla.