til baka
Flóra er flokkur kvenna sem langar að vanda til verka. Okkur langar að feminismi sé ekki undirgrein félagsfræðinnar heldur alltumlykjandi. Fjölmiðlaefni ætti að vera eins fjölbreytt og mannlífið á götum úti. Við erum alls konar og fjölmiðlaefni ætti að endurspegla það, ekki að festast í gömlum hugmyndum um megrunarráð fyrir konur og byggingavöruauglýsingar fyrir karla. Við erum öll margslungnari en svo og Flóra fagnar því.

Flóra vill verða samfélag og vettvangur fyrir fólk af öllum kynjum til þess að skrifa og birta feminískt frumsamið efni. Ef þig langar að skrifa fyrir Flóru eða birta efni sem hefur aldrei fundið réttan vettvang, hvort sem það er um fegrunarráð eða vísitölur bendum við þér á að hafa samband í gegnum flora.utgafa@gmail.com — athugaðu þó að ritstjórnarstefna Flóru er feminísk og er val á aðsendum greinum eftir því.

Vertu með.
Ritstjórn
Höfundar
Birta Svavarsdóttir
prófarkalestur
Ísey Dísa Hávarsdóttir
prófarkalestur
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
prófarkalestur
Þórdís Helgadóttir
prófarkalestur
Charlotte Rohde
Leturhönnun, Calyces